Fótbolti

Svíarnir stálu mér ekki

Skúli Jón Friðgeirsson er nýjasti íslenski atvinnumaðurinn í fótboltanum en hann gekk í gær frá fjögurra ára samningi við sænska liðið IF Elfsborg. "Mjög góð kaup hjá IF Elfsborg,“ segir íslenski landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck.

Fótbolti

City getur komist á toppinn

Manchester City getur endurheimt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Sunderland í dag. Helsti keppinautur liðsins um titilinn, Manchester United, spilar ekki fyrr en á mánudagskvöldið.

Enski boltinn

Real Madrid búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni

Real Madrid er komið með níu stiga forskot í spænsku úrvalsdeildinni eftir afar sannfærandi 1-5 sigur á Osasuna í kvöld. Real Madrid er nú búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni en þetta er aðeins í sjötta skiptið sem liði tekst það. Real Madrid á markametið í deildinni en það er 107 mörk og var sett leiktíðina 1989-90.

Fótbolti

Mancini: Við vorum lélegir

Roberto Mancini, stjóri Man. City, var alls ekki nógu sáttur við sitt lið eftir 3-3 jafnteflið gegn Sunderland í dag. Hann viðurkenndi fúslega að sínir menn hefðu ekki spilað vel.

Enski boltinn

Di Matteo: Við áttum skilið að vinna

Leikur Aston Villa og Chelsea var hádramatískur í meira lagi. Búlgarinn Stiliyan Petrov sat í stúkunni en greint var því í gær að hann væri með bráðahvítblæði og í dag sagðist hann vera búinn að leggja skóna á hilluna.

Enski boltinn

Emil meiddist í sigri Hellas Verona

Emil Hallfreðsson lagði upp fyrsta markið þegar Hellas Verona vann 3-2 sigur á Cittadella í ítölsku b-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn skilaði Verona-liðinu á topp deildarinnar en Sassuolo og Pescara eiga bæði leik inni. Það stefnir í harða baráttu milli þeirra um sæti í ítölsku A-deildinni.

Fótbolti

Dortmund missti niður 2-0 forystu og tapaði stigum | Gott fyrir Bayern

Borussia Dortmund tapaði dýrmætum stigum í kvöld í baráttunni við Bayern München um þýska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði 4-4 jafntefli á heimavelli á móti Stuttgart. Dortmund missti niður 2-0 forystu og lenti 2-3 undir en virtist vera að tryggja sér 4-3 sigur þegar Stuttgart skoraði jöfnunarmark í blálokin.

Fótbolti

Hannes og Birkir höfðu betur á móti Steinþóri

Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson voru báðir í byrjunarliði Brann sem vann 3-1 heimasigur á Sandnes Ulf í norku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék fyrstu 78 mínúturnar með nýliðum Sandnes Ulf.

Fótbolti

Muamba birti mynd af sér á Twitter

Fabrice Muamba er á góðum batavegi eftir hjartastopp en í dag birtist fyrsta myndin af honum eftir að hann hneig niður í leik með liði sínu, Bolton, fyrir tæpum tveimur vikum síðan.

Enski boltinn

Chelsea mun ekki kvarta yfir leikjaálagi

Chelsea á erfitt verkefni fyrir höndum með að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liðið er í fimmta sæti og fimm stigum á eftir Tottenham sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu.

Enski boltinn

Suarez: Ég er ekki búinn að skora nógu mikið

Luis Suarez, framherji Liverpool, viðurkennir að leikmenn Liverpool séu reiðir þar sem þeim hafi ekki tekist að ná markmiðum sínum á þessari leiktíð. Úrúgvæinn viðurkennir einnig að hann hafi ekki staðið sig nógu vel við markaskorun í vetur.

Enski boltinn