Fótbolti

Malmö mætir Evrópumeisturunum

Í dag var dregið í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna. Sænska liðið Malmö mætir Evrópumeisturunum í Lyon frá Frakklandi.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Kastljósinu beint að Íslendingum á Englandi

Íslenskir knattspyrnumenn voru til umfjöllunar í þætti sem sýndur var í hálfleik í aðalleik ensku knattspyrnunnar um s.l. helgi. Þar var vakin athygli á því hve margir fótboltamenn frá Ísolandi hafa sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina. Rætt var við Eið Smára Guðjohnsen, Guðna Bergsson, og Gylfa Þór Sigurðsson, að auki var fjallað um Hermann Hreiðarsson. Innslagið má sjá í heild sinni með því að smella á örina hér fyrir ofan.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Kveðjumyndband tileinkað Roberto Di Matteo

Roberto Di Matteo náði frábærum árangri á þeim stutta tíma sem hann var knattspyrnustjóri Chelsea. Undir hans stjórn landaði liðið enska bikarmeistaratitlinu og í fyrsta sinn í sögunni náði Chelsea að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu. Di Matteo var rekinn úr starfi á dögunum eftir að liðinu mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í mndbandinu má sjá samantekt í stuttri kveðju frá Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport sem tileinkuð var Roberto Di Matteo.

Enski boltinn

Kærkomið stig hjá AGF

Aron Jóhannsson komst aldrei þessu vant ekki á blað þegar lið hans, AGF, gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Midtjylland.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Leiðtogalaust Chelsea lið – leikmenn hafa ekki trú á Benítez

Chelsea hefur ekki náð að vinna leik í nóvember en liðið átti við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Rafael Benítez tók við liðinu í síðustu viku og stýrði liðinu í fyrsta sinn. Guðmundur Benediktsson fór yfir gang mála hjá Chelsea í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 ásamt sérfræðingum þáttarins; Hjörvari Hafliðasyni og Ólafi Kristjánssyni.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Hvað sagði Ólafur Kristjánsson um Liverpool?

Gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur ekki verið gott að undanförnu og liðið situr í 11. sæti deildarinnar eftir markalaust jafntefli um helgina gegn Swansea. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna hjá þessu fornfræga félagi í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Þar svaraði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, nokkrum spurningum um félagið sem hann hefur fylgst með allt frá árinu 1973.

Enski boltinn

Umboðsmaður Guardiola neitar að tjá sig um framtíð hans

Pep Guardiola lét af störfum sem knattspyrnustjóri Barcelona eftir síðasta tímabil og síðan þá hefur hann verið orðaður við alla stóru klúbbana í Evrópu en umboðsmaður kappans, Josep Maria Orobitg, neitar að tjá sig um framtíð stjórans við fjölmiðla.

Fótbolti