Fótbolti

Umboðsmaður Guardiola neitar að tjá sig um framtíð hans

SÁP skrifar
Pep Guardiola
Pep Guardiola Mynd / Getty Images
Pep Guardiola lét af störfum sem knattspyrnustjóri Barcelona eftir síðasta tímabil og síðan þá hefur hann verið orðaður við alla stóru klúbbana í Evrópu en umboðsmaður kappans, Josep Maria Orobitg, neitar að tjá sig um framtíð stjórans við fjölmiðla.

Eftir að Roberto Di Matteo var rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea í síðustu viku fóru sögusagnir á kreik þess efnis að Pep Guardiola myndi taka við liðinu eftir tímabilið og að Rafa Benitez, nýráðinn stjóri Chelsea, myndi aðeins vera við stjórnvölin fram að því.

Margar sögusagnir eru í gangi um næsta áfangastað Pep og mun stjórinn vera heitasti bitinn á markaðnum í dag.

Einnig er talið líklegt að Guardiola taki við sem landsliðsþjálfari Brasilíu og jafnvel að hann taki við af Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, þegar hann leggst í helgan steinn.

„Það skiptir engu máli hvaða sögusagnir eru í gangi, ég mun ekkert tjá mig um framtíð hans," sagði Josep Maria Orobitg, umboðsmaður Guardiola, við fjölmiðla ytra.

„Ég mun ekki tjá mig um áhuga frá öðrum liðum eða þjóðum, þetta mun bara koma í ljós."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×