Fótbolti

Enn slúðrað um að Ronaldo fari til Man. Utd

Þó svo Portúgalinn Cristiano Ronaldo segist ætla að virða samning sinn við Real Madrid eru menn enn að velta sér upp úr mögulegri endurkomu hans til Man. Utd. Samningur Ronaldo við Real rennur út árið 2015 en hann fór til félagsins frá Man. Utd árið 2009.

Fótbolti

Leikmenn fá greitt eins og sjómenn

Grindavík réð Milan Stefán Jankovic sem þjálfara meistaraflokks í gær. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Þórðarsyni. Grindvíkingar, sem féllu í 1. deild síðasta sumar, hafa tekið reksturinn rækilega í gegn. Leikmenn hafa tekið á sig 25 prósenta launalækkun.

Íslenski boltinn

Tíu Málaga-menn náðu jafntefli á Camp Nou

Barcelona og Málaga gerðu 2-2 jafntefli í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska bikarsins en spilað var á heimavelli Barcaelona, Camp Nou. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Real Madrid eða Valencia í undanúrslitunum en Real vann Valencia 2-0 í fyrri leiknum í gærkvöldi.

Fótbolti

Jack Wilshere hetja Arsenal

Jack Wilshere tryggði Arsenal sæti í fjórðu umferð enska bikarsins þegar hann skoraði eina markið í endurteknum leik á móti Swansea City á Emirates Stadium í kvöld.

Enski boltinn

Remy kominn til QPR: Harry sannfærði hann

Queens Park Rangers gekk í dag frá kaupunum á franska andsliðsframherjanum Loic Remy frá Olympique de Marseille en kaupverðið var ekki gefið upp. Remy skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við botnlið ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Eriksson skilur ekkert í 1860 München

Þýska B-deildarliðið 1860 München gaf það út á heimasíðu sinni í gær að Svíinn Sven-Göran Eriksson væri orðinn aðstoðarþjálfari liðsins. Svíinn segist koma af fjöllum.

Fótbolti

Fulham sekúndum frá því að falla úr leik

Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er komið áfram í enska bikarnum eftir 2-1 útisigur á b-deildarliði Blackpool í kvöld í endurteknum leik úr 3. umferð. Fulham mætir annaðhvort West Ham eða Manchester United í 4. umferðinni en þau lið spila aftur á Old Trafford á morgun.

Enski boltinn

Walters breyttist úr skúrki í hetju í kvöld

Jonathan Walters breyttist úr skúrki í hetju í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Stoke-liðið í endurteknum leik í 3. umferð enska bikarsins. Um síðustu helgi varð hann fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk og klikka á víti í tapleik á móti Chelsea en Walters tryggði Stoke 4-1 sigur á Crystal Palace í kvöld með því að skora tvö mörk í framlengingu.

Enski boltinn

Bolton sló Sunderland út enska bikarnum

Enska b-deildarliðið Bolton sló úrvalsdeildarliðið Sunderland út úr ensku bikarkeppninni í kvöld en fjölmargir endurteknir leikir úr 3. umferðinni fóru þá fram. West Bromwich Albion var annað úrvalsdeildarlið sem féll úr bikarnum í kvöld.

Enski boltinn

Strachan tekur við skoska landsliðinu

Ísland mun ekki missa landsliðsþjálfarann sinn, Lars Lagerbäck, til Skotlands því Skotar eru búnir að ráða Gordon Strachan sem landsliðsþjálfara. Lagerbäck var á meðal þeirra þjálfara sem Skotar höfðu áhuga á.

Fótbolti