Fótbolti

Real Madrid í góðri stöðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Real Madrid vann 2-0 sigur á Valencia í fyrri viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum spænska konungsbikarsins.

Karim Benzema kom Real yfir á 37. mínútu en Andres Guardado varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 73. mínútu.

Cristiano Ronaldo var á sínum stað í liði Real eftir að hafa tekið út leikbann í deildarleik um helgina. Hann náði þó ekki að skora að þessu sinni.

Síðari leikur liðanna fer fram í næstu viku en þetta var fyrsta viðureignin í fjórðungsúrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×