Fótbolti

Eilífsliturinn fer mér vel

Baldur Sigurðsson er leikmaður annarrar umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á hans gamla félagi, Keflavík. Baldur var að glíma við magavírus fyrir leikinn.

Íslenski boltinn

Terry missir aftur af úrslitaleik í Evrópukeppni

John Terry, fyrirliði Chelsea, verður ekki með liðinu á móti Benfica á morgun þegar liðin mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á heimavelli Ajax í Amsterdam. Terry er ekki búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hann varð fyrir um síðustu helgi.

Enski boltinn

Þetta eru liðin 32 sem verða í pottinum á morgun

Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta á morgun. Átta síðustu liðin tryggðu sér farseðilinn í aðalkeppnina í kvöld þar á meðal 1. deildarlið Grindavíkur og Tindastóls.

Íslenski boltinn

Martinez: Ég bjóst aldrei við þessu

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var að sjálfsögðu vonsvikinn eftir 1-4 tap á móti Arsenal og þar með fall úr ensku úrvalsdeildinni aðeins nokkrum dögum eftir að liðið vann enska bikarinn á Wembley.

Enski boltinn

Nýliðarnir skotnir niður á jörðina í Eyjum

Nýliðar HK/Víkings voru nálægt því að vinna Breiðablik í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna en þær áttu ekki möguleika í öðrum leik sínum í Vestmannaeyjum í kvöld. Heimastúlkur í ÍBV komust í 3-0 eftir 11 mínútur og unnu að lokum fimm marka sigur, 7-2. Shaneka Jodian Gordon skoraði þrennu fyrir ÍBV.

Íslenski boltinn

Brian Kidd stýrði Manchester City til sigurs

Sergio Agüero tryggði Manchester City 2-0 sigur á Reading í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að félagið rak knattspyrnustjóra sinn Roberto Mancini. Brian Kidd stýrði liði City í þessum leik því David Platt, aðstoðarmaður Mancini, sagði upp störfum fyrr um daginn.

Enski boltinn

Arsenal felldi bikarmeistarana

Arsenal felldi nýkrýnda bikarmeistara Wigan með því að vinna þá 4-1 á Emirates-leikvanginum í kvöld en Wigan-menn urðu að vinna til þess að eiga möguleika á því að bjarga sér í lokaumferðinni. Lukas Podolski skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og Santi Cazorla átti þrjár stoðsendingar.

Enski boltinn

Tvö mörk á fyrsta hálftímanum dugðu Stjörnunni

Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Þórsvelli á Akureyri. Íslandsmeistarar Þór/KA eru því bara með eitt stig eftir tvo fyrstu leiki sína í titilvörninni en Stjarnan er aftur á móti með fullt hús.

Íslenski boltinn

Gamla lið Eiðs Smára farið á hausinn

Forráðamenn gríska félagsins AEK Aþenu tilkynntu í dag að félagið væri að undirbúa það að lýsa sig gjaldþrota í byrjun næsta mánaðar en það hefur meðal annars þær afleiðingar að liðið spilar í grísku C-deildinni á næstu leiktíð.

Fótbolti

Wilshere fer í aðgerð

Jack Wilshere mun gangast undir aðgerð vegna ökklameiðsla í lok tímabilsins og mun því missa af leikjum enska landsliðsins um mánaðamótin.

Enski boltinn