Enski boltinn

Wigan og Everton semja um Martinez

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Roberto Martinez hefur stýrt Wigan í síðasta skipti í bili að minnsta kosti.
Roberto Martinez hefur stýrt Wigan í síðasta skipti í bili að minnsta kosti. Nordicphotos/Getty

Everton hefur komist að samkomulagi við Wigan um bótagreiðslu vegna knattspyrnustjórans Roberto Martinez.

Martinez, sem er samningsbundinn Wigan, óskaði eftir því í síðustu viku að fá að yfirgefa Wigan. Hann gerði Wigan að enskum bikarmeisturum á dögunum en liðið féll einnig úr ensku úrvalsdeildinni.

„Bill Kenwright (stjórnarformaður Everton) og ég höfum komist að samkomulagi," sagði Dave Whelan, eigandi Wigan, við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×