Fótbolti

Suarez sneri aftur með látum í sigri Liverpool

Það var ekki að sjá að Luis Suarez væri eitthvað ryðgaður eftir að hafa tekið út 10 leikja bann í 3-1 sigri Liverpool á Sunderland á Stadium of Light. Suarez skoraði tvö mörk í leiknum eftir góðar sendingar frá Daniel Sturridge.

Enski boltinn

Þorvaldur hættur með ÍA

"Þetta var svona leikur sem menn vildu klára og bara koma sér heim held ég. Það var náttúrulega lítið að keppa um fyrir en völlurinn var þungur þannig að sendingar voru þungar og leikurinn eiginlega bara deyr í fyrri hálfleik," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, eftir tapið gegn Fylki í dag.

Íslenski boltinn

Moyes vill framlengja við Vidic

David Moyes, stjóri Man. Utd, hefur beðið stjórn félagsins um að fara í að gera nýjan samning við fyrirliða liðsins. Nemanja Vidic. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.

Enski boltinn

Hver þeirra fær gullskóinn?

Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram í dag. Úrslitin eru ráðin á toppi og botni en það er enn mikil spenna í baráttunni um markakóngstitilinn. Atli Viðar Björnsson á möguleika á að fullkomna skósafnið sitt.

Íslenski boltinn

Costa tryggði Atletico frækinn sigur

Atletico Madrid gerði sér lítið fyrir í kvöld og vann frábæran 0-1 útisigur á Real Madrid. Það var Brasilíumaðurinn Diego Costa sem skoraði eina mark leiksins. Það kom eftir rúmlega tíu mínútna leik.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Þór 1-2

Eyjamenn og Þórsarar áttust við í Vestmannaeyjum í dag, en leikurinn breytti litlu máli fyrir bæði lið sem að spiluðu þó upp á að enda í hærra sæti en fyrir leikinn. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu 1-2 útisigur eftir átta mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem öll mörkin voru skoruð.

Íslenski boltinn