Enski boltinn

United áfram í bikarnum

Manchester United varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti fjórðu umferð enska bikarsins þegar liðið vann 2-0 útisigur á Aston Villa í fremur bragðdaufum leik á Villa Park. Það voru Christiano Ronaldo og varamaðurinn Wayne Rooney sem skoruðu mörk United á síðustu 10 mínútum leiksins.

Enski boltinn

Jafnt á Villa Park í hálfleik

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik í viðureign Aston Villa og Manchester United sem er lokaleikurinn í bikartörn dagsins á Englandi. Leikurinn hefur verið frekar bragðdaufur og Villa-menn verið afar varkárir í sínum sóknaraðgerðum.

Enski boltinn

Saviola orðaður við Bolton

Spænskir fjölmiðlar halda því fra mað Bolton hafi gert Real Madrid kauptilboð í argentínska framherjann Javier Saviola, fari svo að Nicolas Anelka verði seldur í janúar. Það er spænska blaðið Marca sem greindi frá þessu og segir enska félagið vera tilbúið að greiða 7 milljónir punda fyrir framherjann stutta.

Enski boltinn

Ferguson ætlar ekki að versla í janúar

Sir Alex Ferguson hefur nú skvett köldu vatni á fréttir fjölmiðla á Englandi og segir Manchester United ekki ætla að kaupa leikmenn í janúar. Félagið hefur verið orðað sterklega við framherjann Dimitar Berbatov hjá Tottenham.

Enski boltinn

Mikið slúðrað um Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er mikið í slúðurblöðunum á Englandi og víðar í dag. Þannig er því haldið fram að Nicolas Anelka sé á leið til Lundúnaliðsins frá Bolton á næstu dögum og bent á að það sé ástæða þess að hann sé ekki í liði Bolton í bikarnum í dag.

Enski boltinn

Hálfleikur í enska bikarnum

Hátt í þrjátíu leikir eru á dagskrá í enska bikarnum í dag og nú er kominn hálfleikur 23 þeirra. Eins og venja er í þessari skemmtilegu keppni er nokkuð um óvænt tíðindi.

Enski boltinn

Beckham kominn út í grátt

David Beckham er nú við æfingar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal eins og fram hefur komið. Beckham vekur jafnan athygli fyrir útspil sín í hártískunni og nú er engu líkara en að knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hafi verið fyrirmyndin.

Enski boltinn

Ævintýrið á enda hjá Chasetown

Utandeildarliðið Chasetown féll úr keppni í enska bikarnum í dag þegar það tapaði 3-1 á heimavelli fyrir Cardiff. Chasetown, sem leikur sex deildum fyrir neðan Cardiff, komst yfir í leiknum, en varð að lúta í gras.

Enski boltinn

Engin tilboð í Diarra

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hafnað því að Tottenham hafi gert tilboð í miðjumanninn Lassana Diarra. Franski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Arsenal frá Chelsea í sumar en hefur aðeins verið fjórum sinnum í byrjunarliði Arsenal í vetur.

Enski boltinn

Fabregas ekki á leið til Real

Cesc Fabregas hjá Arsenal segist ekki vera á leið til Real Madrid þó það sé mikill heiður fyrir sig að vera orðaður við spænska stórliðið. Hann segist fullkomlega sáttur og einbeittur hjá Arsenal.

Enski boltinn

Drogba kallaður í landsliðið

Didier Drogba hefur veirð kallaður inn í 23 manna landsliðshóp Fílabeinsstrandarinnar fyrir Afríkukeppnina í knattspyrnu þrátt fyrir að vera meiddur á hné. Drogba hefur misst af nokkrum leikjum hjá Chelsea og því eru forráðamenn félagsins eðlilega áhyggjufullir vegna þessa.

Enski boltinn

Derby kaupir framherja

Botnlið Derby í ensku úrvalsdeildinni hefur gengið frá kaupum á mexíkóska framherjanum Emanuel Villa frá liði UAG Tecos fyrir um 2 milljónir punda. Villa er 25 ára gamall og hefur undirritað þriggja og hálfsárs samning við enska félagið.

Enski boltinn

Isaksson má fara

Sven Göran Eriksson, stjóri Manchester City, segir að markverðinum Andreas Isaksson sé frjálst að yfirgefa félagið. Þessi 26 ára Svíi er varamarkvörður fyrir Joe Hart.

Enski boltinn

Hutton hafnaði Tottenham

Varnarmaðurinn Alan Hutton hefur hafnað því að ganga til liðs við Tottenham sem hefur átt í viðræðum við Rangers um kaup á honum fyrir átta milljónir punda.

Enski boltinn

Ivanovic á leið til Chelsea

The Sun greinir frá því að serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic sé á leið til Chelsea. Blaðið segir að leikmaðurinn muni koma til London á næstu dögum og skrifa undir samning.

Enski boltinn

Barton laus gegn tryggingu

Joey Barton hefur verið látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Honum var fyrr í dag neitað að losna úr fangelsinu, en eftir klukkustundar réttarhöld nú síðdegis samþykkti dómari að leysa hann úr haldi. Hann mætir aftur fyrir rétt þann 16. janúar.

Enski boltinn

Pandev í stað Berbatov?

Enginn knattspyrnumaður á Englandi fær meiri umfjöllun í fjölmiðlum í fjölmiðlum þar í landi þessa dagana en Dimitar Berbatov hjá Tottenham. Daily Mail hefur sýnar skoðanir á framtíð framherjans snjalla.

Enski boltinn