Enski boltinn

Hull í góðri stöðu

Hull City vann í dag 2-0 sigur á Watford á útivelli í fyrri leik liðanna í umspilskeppni ensku B-deildarinnar um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Hættir Coppell með Reading?

Reading gæti fallið úr ensku úrvalsdeildinni á morgun. Steve Coppell, knattspyrnustjóri liðsins, hefur ekkert viljað tjá sig um sína framtíð hjá liðinu. Hann segist bara hugsa um leikinn mikilvæga á morgun.

Enski boltinn

Glæsilegur sigur Bristol City

Bristol City vann í dag frábæran 2-1 útisigur gegn Crystal Palace í umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni. Þetta var fyrri leikur þessara liða í undanúrslitum en síðari leikurinn verður á heimavelli Bristol.

Enski boltinn

Það vantar einn titil í safnið

Steven Gerrard vill fara að sjá Liverpool berjast um Englandsmeistaratitilinn. Þessi frábæri miðjumaður hefur verið orðaður við ýmis félög en reiknar fastlega með því að spila fyrir Liverpool út ferilinn.

Enski boltinn

Sven að bíða eftir Chelsea?

Breska blaðið Guardian heldur því fram í dag að Sven-Göran Eriksson hafi sett viðræður sínar við portúgalska félagið Benfica á ís af því hann sé að bíða eftir mögulegri opnun hjá Chelsea eftir að tímabilinu lýkur.

Enski boltinn

Man City líklega í UEFA-keppnina

Manchester City mun sennilega fá þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta keppnistímabili þar sem England fær aukasæti í keppninni út á prúðmennsku sem Knattspyrnusamband Evrópu nefnir Fair Play.

Enski boltinn

Kewell á förum frá Liverpool

Ástralinn Harry Kewell er á förum frá Liverpool í sumar. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Rafa Benitez í samtali við Sky í dag. Samningur miðjumannsins rennur út í sumar en hann hefur verið í herbúðum Liverpool í fimm ár.

Enski boltinn

Benitez vill 2,3 milljarða fyrir Crouch

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, vill fá um 2,3 milljarða króna fyrir framherjann Peter Crouch. Hinn leggjalangi Crouch hefur ekki átt fast sæti í liði Benitez og er farinn að hugsa sér til hreyfings í von um meiri spilatíma og sæti í enska landsliðinu.

Enski boltinn

Keegan kallaður inn á teppi

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur verið kallaður inn á teppi hjá eiganda félagsins eftir hörð ummæli sem hann lét falla eftir 2-0 tapið gegn Chelsea á mánudaginn.

Enski boltinn

Sven er í viðræðum við Benfica

Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hefur staðfest að hann sé kominn í viðræður við fyrrum félag sitt Benfica í Portúgal. Eriksson hefur verið tjáð að hann verði rekinn frá City í lok leiktíðar af eigandanum Thaksin Shinawatra.

Enski boltinn

Giovani á leið til City?

Faðir mexíkóska ungstirnisins Giovani dos Santos hjá Barcelona segir að Manchester City sé í lykilstöðu til vinna kapphlaupið um son sinn í sumar, en hann er sagður eftirsóttur af fleiri liðum á Englandi. Dos Santos ku vera falur fyrir um 10 milljónir evra.

Enski boltinn

Tottenham á eftir Eto´o

Spænska blaðið Marca fullyrðir að Tottenham hafi gert Barcelona formlega fyrirspurn í framherjann Samuel Eto´o og hefur fengið þau svör að hann sé falur fyrir 35 milljónir evra.

Enski boltinn