Enski boltinn

Glæsilegur sigur Bristol City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í dag. Ben Watson, Nick Carle og David Noble í harðri baráttu um boltann.
Úr leiknum í dag. Ben Watson, Nick Carle og David Noble í harðri baráttu um boltann.

Bristol City vann í dag frábæran 2-1 útisigur gegn Crystal Palace í umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni. Þetta var fyrri leikur þessara liða í undanúrslitum en síðari leikurinn verður á heimavelli Bristol.

Louis Carey kom Bristol yfir með marki eftir vel útfærða aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Stuttu fyrir leikslok fékk Crystal Palace vítaspyrnu en harðjaxlinn Neil Warnock, stjóri liðsins, þorði ekki að horfa þegar Ben Watson skoraði af öryggi.

Í uppbótartíma tryggði Bristol sér sigurinn en sigurmarkið var stórglæsilegt skot af löngu færi frá David Noble. Bristol City er því í lykilstöðu fyrir seinni leikinn en þá ræðst hvort liðið kemst í úrslitaleik á Wembley um sæti í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×