Enski boltinn

De Canio hættur hjá QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luigi De Canio.
Luigi De Canio. Nordic Photos / Getty Images
Luigi De Canio, knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins QPR, er hættur störfum hjá félaginu.

Hann var ráðinn til þriggja ára í október síðastliðnum en félagið er í eigu þeirra Bernie Eccelstone og Flavio Briatore sem eru þekktir innan Formúlu 1-heimsins.

Ekki hefur enn verið tilkynnt um hver muni taka við honum en það er ljóst að þeir Ecclestone og Briatore ætla sér stóra hluti með QPR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×