Enski boltinn

Ashley Young leikmaður aprílmánaðar

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn ungi Ashley Young hjá Aston Villa var í dag útnefndur leikmaður aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Avram Grant, stjóri Chelseea, var útnefndur knattspyrnstjóri mánaðarins.

Young skoraði þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Aston Villa og var í fantaformi. Hann var nýverið tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.

Avram Grant náði fínum árangir með Chelsea þar sem lið hans nældi í 10 af 12 mögulegum stigum í deildinni og þar af var góður sigur á Manchester United á Stamford Bridge þar sem liðið hélt velli í baráttunni um meistaratitilinn.

Úrslitin á toppi og botni úrvalsdeildarinnar ráðast á sunnudaginn eins og kunnugt er, en þá fer fram lokaumferð deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×