Enski boltinn

Hættir Coppell með Reading?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Reading gæti fallið úr ensku úrvalsdeildinni á morgun. Steve Coppell, knattspyrnustjóri liðsins, hefur ekkert viljað tjá sig um sína framtíð hjá liðinu. Hann segist bara hugsa um leikinn mikilvæga á morgun.

Það ræðst á morgun hvort Reading falli úr úrvalsdeildinni þegar liðið mætir Derby County. Derby er sem kunnugt er þegar fallið úr ensku úrvalsdeildinni en á morgun verður ljóst hvaða tvö lið fylgja liðinu niður um deild.

Birmingham og Reading eru sem stendur í fallsætunum tveimur en Fulham er enn í mikilli hættu og þá geta Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson og félagar í Bolton ennþá tölfræðilega séð fallið en það þyrfti ansi mikið að gerast til þess að það gæti orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×