Enski boltinn

Hull í góðri stöðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Félagar Nicky Barmby fagna marki hans í dag.
Félagar Nicky Barmby fagna marki hans í dag. Nordic Photos / Getty Images
Hull City vann í dag 2-0 sigur á Watford á útivelli í fyrri leik liðanna í umspilskeppni ensku B-deildarinnar um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Hull varð í þriðja sæti í deildarkeppninni en Watford í því sjötta. Í gær vann Bristol City (4. sæti) 2-1 sigur á Crystal Palace (5. sæti) í fyrri viðureigninni í hinum undanúrslitunum.

Bæði mörkin í dag komu í fyrri hálfleik en gamla hetjan Nicky Barmby skoraði fyrra mark Hull og Dean Windass það síðara.

John Eustace, fyrirliði Watford, fékk svo að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×