Enski boltinn

Rosicky spilar ekki á EM í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tomas Rosicky, leikmaður Arsenal.
Tomas Rosicky, leikmaður Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Tomas Rosicky mun ekki spila með Tékkum á EM í knattspyrnu í sumar þar sem hann er meiddur á hné.

Rosicky er fyrirliði tékkneska landsliðsins en hann hefur ekki spilað síðan í janúar. Hann þarf að gangast undir skurðaðgerð í næstu viku vegna meiðslanna og verður því ekki klár í slaginn í tæka tíð.

EM hefst þann 7. júní næstkomandi en Tékkar eru í riðli með Sviss, Portúgal og Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×