Enski boltinn

Ferguson hefur trú á Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á því að Bolton muni reynast Chelsea óþægur ljár í þúfu.

Ef Bolton vinnur Chelsea verður United enskur meistari á sunnudaginn, óháð úrslit leiks United og Wigan.

Forráðamenn Wigan hafa gefið það út að þeir muni ekkert gefa eftir í leiknum gegn United.

„Það hefur enginn sagt neitt um Bolton," sagði Ferguson en hafði engu að síður trú á því að Bolton muni gefa allt sitt í leikinn.

Bolton er nánast öruggt með sæti sitt í úrvalsdeildinni nema að úrslit annarra leikja verði þeim í óhag og að Reading vinni sinn leik með minnst tíu marka mun.

„Bæði lið eru örugg og geta tekið því rólega," sagði Ferguson um Wigan og Bolton. „En ég tel að bæði knattspyrnustjóri Bolton og aðstoðarmenn hans muni sjá til þess að sínir menn mæti af fullum krafti í leikinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×