Sam Allardyce, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle og Bolton, er nú orðaður við stjórastöðuna hjá QPR.
Fyrr í dag var sagt frá því að Luigi De Canio væri farinn frá félaginu en QPR er í eigu þeirra moldríku Bernie Ecclestone og Flavio Briatore.
Þeir ætla sér stóra hluti með QPR og hafa hug á að fá til liðs við sig rótgróinn enskan knattspyrnustjóra.
Allardyce hefur verið gestur á mörgum leikjum QPR að undanförnu en er þó ekki sá eini sem hefur verið orðaður við starfið. Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari, er einn þeirra sem og þeir Steve Cotterill og Iain Dowie.
Allardyce orðaður við QPR

Tengdar fréttir

De Canio hættur hjá QPR
Luigi De Canio, knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins QPR, er hættur störfum hjá félaginu.