Enski boltinn

Rooney tæpur fyrir sunnudaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rooney fagnar hér marki ásamt félögum sínum.
Rooney fagnar hér marki ásamt félögum sínum. Nordic Photos / Getty Images

Ólíklegt þykir að Wayne Rooney verði klár í slaginn fyrir leik Manchester United og Wigan um helgina en hann á við meiðsli í mjöðm að stríða.

Það gæti þó verið að Rooney verði í leikmannahópi og komi inn á sem varamaður. Hins vegar er Nemanja Vidic klár í slaginn og verður væntanlega í byrjunarliðinu ef hann nær að æfa eðlilega í dag og á morgun.

Hjá Wigan eru þeir Mario Melchiot og Erik Edman frá vegna meiðsla og þá er Kevin Kilbane tæpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×