Enski boltinn

Chelsea-menn vongóðir um meiðsli Terry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry var borinn af velli í dag.
John Terry var borinn af velli í dag. Nordic Photos / Getty Images

John Terry er ekki handleggsbrotinn eins og óttast var. Olnboginn fór úr lið og ætti að geta náð leiknum gegen Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Hann var borinn af velli í leik Chelsea og Bolton snemma í fyrri hálfleik. Olnboganum var svo kippt í liðinn í sjúkrabílnum og var hann kominn aftur á Stamford Bridge áður en leiknum lauk.

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram 21. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×