Enski boltinn

United setti met í stórsigri á WBA

Manchester United náði þriggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann 5-0 útisigur á West Brom. Liðið hélt marki sínu hreinu ellefta deildarleikinn í röð og setti met.

Enski boltinn

Heskey tryggði Villa sigur

Emile Heskey átti óskabyrjun í búningi Aston Villa en hann skoraði eina markið í sigri á Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Markið kom á 21. mínútu.

Enski boltinn

Greening frá næstu vikurnar

Botnlið West Brom hefur orðið fyrir áfalli en fyrirliði liðsins, Jonathan Greening, verður frá næstu fjórar til sex vikur. Þessi þrítugi miðjumaður meiddist á vinstra hné í bikarleik gegn Burnley um síðustu helgi.

Enski boltinn

Hermann í byrjunarliðinu

Eins og búist var við þá er Hermann Hreiðarsson í byrjunarliði Portsmouth sem mætir Aston Villa klukkan 20:00. Hermann verður í stöðu vinstri bakvarðar.

Enski boltinn

Harper framlengir hjá Newcastle

Markvörðurinn Steve Harper hefur skrifað undir nýjan samning við Newcastle til þriggja ára. Talið er að þessi 33 ára leikmaður gæti orðið aðalmarkvörður Newcastle á næsta tímabili.

Enski boltinn

City vill líka fá Veloso

Manchester City hefur einnig áhuga á að kaupa Miguel Veloso frá Sporting Lissabon. Umboðsmaður leikmannsins segir að fleiri félög hafi áhuga á leikmanninum en vitað er að Bolton er í viðræðum við Sporting.

Enski boltinn

City mun sekta Robinho

Mark Hughes hefur nú staðfest að Manchester City mun sekta Brasilíumanninn Robinho fyrir að fara í óleyfi frá æfingabúðum liðsins í Portúgal.

Enski boltinn