Enski boltinn

City vill líka fá Veloso

Elvar Geir Magnússon skrifar
Miguel Veloso.
Miguel Veloso.

Manchester City hefur einnig áhuga á að kaupa Miguel Veloso frá Sporting Lissabon.

Umboðsmaður leikmannsins segir að fleiri félög hafi áhuga á leikmanninum en vitað er að Bolton er í viðræðum við Sporting.

Verðmiðinn á Veloso er 12 milljónir punda en hann er 22 ára. Umboðsmaðurinn býst við að mál hans skýrist betur á morgun.

Velosa hefur sjálfur sagt að hann sé ánægður hjá Sporting og vilji vera áfram hjá félaginu.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×