Enski boltinn

Heskey tryggði Villa sigur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heskey gefur merki til varamannabekkjarins eftir að hafa skorað.
Heskey gefur merki til varamannabekkjarins eftir að hafa skorað.

Emile Heskey átti óskabyrjun í búningi Aston Villa en hann skoraði eina markið í sigri á Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Markið kom á 21. mínútu.

Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í vörn Portsmouth. Nadir Balhadj, leikmaður Portsmouth, fékk rauða spjaldið í seinni hálfleik.

Tottenham kláraði Stoke í fyrri hálfleik en liðið hafði 3-0 forystu þegar gengið var til búningsherbergja. Aaron Lennon, Jermain Defoe og Michael Dawson skoruðu mörkin. James Beattie minnkaði muninn í seinni hálfleik en lengra komst Stoke ekki. Sunderland lagði Fulham 1-0 en Kenwyne Jones fagnaði nýjum samningi með því að skora eina mark leiksins á 55. mínútu.

Sunderland - Fulham 1-0

Portsmouth - Aston Villa 0-1

Tottenham - Stoke 3-1

West Brom - Man Utd 0-5
(Leik að ljúka)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×