Enski boltinn

Hermann í byrjunarliðinu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Eins og búist var við þá er Hermann Hreiðarsson í byrjunarliði Portsmouth sem mætir Aston Villa klukkan 20:00. Hermann verður í stöðu vinstri bakvarðar.

Hermann kom af bekknum í bikarleik gegn Swansea um síðustu helgi og var talinn besti leikmaður Portsmouth í leiknum. Tony Adams hefur því ákveðið að gefa honum tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld.

Hermann hefur verið úti í kuldanum á tímabilinu og búist var við því að hann færi frá Portsmouth nú í janúar. Nú er hinsvegar allt útlit fyrir það að hann verði áfram í herbúðum bikarmeistarana.

Portsmouth: James, Johnson, Campbell, Distin, Hermann, Pennant, Davis, Mullins, Belhadj, Crouch, Kanu.

Varamenn: Begovic, Nugent, Kaboul, Pamarot, Utaka, Mvuemba, Armand Traore.

Aston Villa: Friedel, Cuellar, Knight, Davies, Luke Young, Gardner, Petrov, Barry, Milner, Agbonlahor, Heskey.

Varamenn: Guzan, Sidwell, Harewood, Delfouneso, Salifou, Shorey, Osbourne.

Dómari: Peter Walton (Northamptonshire)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×