Enski boltinn

Jones gerir nýjan samning við Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kenwyne Jones í leik með Sunderland.
Kenwyne Jones í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Sóknarmaðurinn Kenwyne Jones hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland til loka tímabilsins 2013.

Þar með þykir langlíklegast að hann verði áfram í herbúðum félagsins en Tottenham hafði sýnt honum mikinn áhuga og boðið nokkrum síðan í hann. Sunderland hefur hafnað þessum tilboðum en talið er að það nýjasta hafi numið fimmtán milljónum punda.

„Ég veit í hvaða stefnu Sunderland vill taka og forráðamenn félagsins hafa gert mér ljóst fyrir að ég sé í framtíðaráætlunum þeirra," sagði Jones sem kom til Sunderland frá Southampton árið 2007 fyrir sex milljónir punda.

Hann meiddist á hné í sumar en hefur á síðustu vikum staðið sig vel með Sunderland og leikið vel með Djibril Cisse í fremstu víglínu liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×