Enski boltinn

Arsenal og Zenit hafa náð samkomulagi

Elvar Geir Magnússon skrifar

Arsenal hefur náð samkomulagi við Zenit frá Pétursborg um kaupverðið á Andrei Arshavin. Enn á þó eftir að binda nokkra hnúta áður en gengið verður frá kaupunum.

Arsenal hefur verið í viðræðum við Zenit í nokkurn tíma um þennan 27 ára miðjumann sem fór á kostum með Rússlandi á Evrópumótinu síðasta sumar.

Arshavin er nú í viðræðum við Arsenal um kaup og kjör en talið er að enska félagið sé að reyna að fá hann til að minnka launakröfur sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×