Enski boltinn

Ferdinand byrjar hjá United - Brown á bekknum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nafn Rio Ferdinand er komið af meiðslalista Manchester United.
Nafn Rio Ferdinand er komið af meiðslalista Manchester United.

Eftir allar þær slæmu fréttir sem hafa borist síðustu daga af meiðslamálum Manchester United geta stuðningsmenn liðsins glaðst yfir því að varnarmennirnir Rio Ferdinand og Wes Brown eru mættir aftur í slaginn.

Ferdinand er í byrjunarliði United sem mætir botnliði West Bromwich Albion í kvöld en leikurinn hefst 20:15. Wes Brown er meðal varamanna en báðir hafa þeir verið frá síðustu vikur vegna meiðsla.

Leikurinn átti upphaflega að hefjast 19:45 en var færður aftur um hálftíma vegna mikillar umferðar sem hefur gert það að verkum að erfitt er að komast að vellinum. Byrjunarliðin í leiknum:

West Brom: Carson, Hoefkens, Pele, Donk, Robinson, Zuiverloon, Borja Valero, Koren, Brunt, Simpson, Fortune.

(Varamenn: Kiely, Cech, Bednar, Kim, Dorrans, Filipe Teixeira, Morrison.)

Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, O'Shea, Park, Carrick, Giggs, Ronaldo, Berbatov, Tevez.

(Varamenn: Kuszczak, Brown, Tosic, Scholes, Fletcher, Gibson, Eckersley.)

Dómari: Rob Styles (Hampshire)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×