Enski boltinn

Keane í leikmannahópi Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Keane, leikmaður Liverpool.
Robbie Keane, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Robbie Keane verður í leikmannahópi Liverpool sem mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Keane var ekki í hópi Liverpool sem mætti Everton í ensku bikarkeppninni á sunnudag. Það þótti gefa til kynna að hann kynni að vera á leið frá félaginu.

Liverpool getur mætt fullmannað í leikinn þar sem engin meiðslavandræði hafa verið á leikmannahópi liðsins.

Búist er við því að Mido muni spila sinn fyrsta leik fyrir Wigan á morgun en enn á eftir að fá alþjóðlega leikheimild fyrir kólumbíska sóknarmanninn Hugo Rodallega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×