Enski boltinn

Heiðar skoraði tvö - Crewe tapaði

Elvar Geir Magnússon skrifar

Heiðar Helguson skoraði tvö mörk í kvöld þegar QPR vann 3-0 útisigur á Blackpool í ensku 1. deildinni. Heiðar lék í 75 mínútur en annað marka hans kom úr vítaspyrnu.

QPR er í sjöunda sæti deildarinnar en liðin í 3. - 6. sæti munu komast í sérstakt umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Reading vann 1-0 sigur í toppslag gegn Wolves. Brynjar Björn Gunnarsson kom inn sem varamaður eftir hálftíma þegar Michael Duberry meiddist. Ívar Ingimarsson var ekki með vegna meiðsla.

Wolves er í efsta sætinu með 59 stig en Reading í öðru með 57 stig. Birmingham kemur síðan í þriðja sætinu með 55 stig en tvö efstu sætin gefa beint sæti í úrvalsdeildinni.

Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 fyrir Watford. Jóhannes var tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok en Burnley situr í níunda sætinu.

Í ensku 2. deildinni vann Peterbrough 4-2 sigur á Guðjóni Þórðarsyni og læirsveinum í Crewe sem eru því enn límdir í botnsæti deildarinnar.

Úrslit kvöldsins í 1. deildinni:

Barnsley - Ipswich 1-2

Birmingham - Derby 1-0

Blackpool - QPR 0-3

Charlton - Crystal Palace 1-0

Norwich - Southampton 2-2

Nott Forest - Sheff Wed 2-1

Plymouth - Bristol City 0-2

Sheff Utd - Doncaster 0-1

Swansea - Preston 4-1

Watford - Burnley 3-0

Reading - Wolves 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×