Enski boltinn

Nsereko kominn til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Savio Nsereko í leik með þýska U-19 landsliðinu.
Savio Nsereko í leik með þýska U-19 landsliðinu. Nordic Photos / Bongarts
West Ham hefur staðfest að framherjinn Savio Nsereko hefur gert fjögurra og hálfs árs samning við félagið en hann kemur frá Brescia á Ítalíu.

Kaupverðið er óuppgefið en fréttastofa Sky Sports segir að það sé í námunda við níu milljónir punda.

Nsereko kemur í stað Craig Bellamy sem var seldur til Manchester City fyrir tólf milljónir punda.

Nsereko er þýskur unglingalandsliðsmaður en hann fæddist í Úganda. Hann hóf ferilinn hjá 1860 München en fór til Brescia sextán ára gamall. Hann verður tvítugur á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×