Enski boltinn

Ferguson ánægður með metið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs og Edwin van der Sar þakka áhorfendum fyrir stuðninginn í gær.
Ryan Giggs og Edwin van der Sar þakka áhorfendum fyrir stuðninginn í gær. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, lýsti yfir ánægju sínu og stolti vegna met félagsins að hafa haldið hreinu í ellefu deildarleikjum í röð.

Edwin van der Sar bætti þar með met Petr Cech, markvarðar Chelsea, sem hélt marki sínu hreinu í 1025 mínútur. Van der Sar bætti það met á 84. mínútu leiks Manchester United gegn West Brom í gær.

„Ég er stoltur af þeim. Þeir hafa staðið sig frábærlega," sagði Ferguson.

„Edwin van der Sar hefur átt frábæran feril en hann var virkilega ánægður með að ná þessu meti."

Van der Sar fékk að eiga boltann sem var notaður í leiknum í gær.

„Það mikilvægasta var að vinna leikinn en auðvitað var það líka frábært fyrir liðið að ná þessu meti. Ég þarf bara að halda minni einbeitingu og hvetja varnar- og miðjumennina áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×