Sport

Guðrún Sóley líka á leiðinni í bandarísku deildina

Bandaríska liðið Chicago Red Stars hefur mikinn áhuga á að fá landsliðskonuna Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur til liðs við sig fyrir næsta tímabil en þetta kom fyrst fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Chicago hafi öðlast valrétt á Guðrúnu og hafði þar betur í samkeppni við bandarísku meistarana Jersey Sky Blue, sem höfðu líka áhuga á henni.

Íslenski boltinn

Þungu fargi létt af Hamilton

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið.

Formúla 1

Frábær samvinna Blika skilaði fallegasta marki ársins

Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, völdu í gær fallegustu mörk Íslandsmótsins í uppgjörsþætti Pepsi-markanna í gær. Mark ársins á Blikinn Olgeir Sigurgeirsson en hann skoraði það á KR-vellinum í níundu umferðinni.

Íslenski boltinn

Þessir voru bestir að mati þjálfara Pepsi-deildarinnar

Þjálfarar liðanna í Pepsi-deild karla voru fengnir til að útnefna besta leikmann tímabilsins í glæsilegum uppgjörsþætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Flestir völdu FH-ingana Atli Guðnason (7 atkvæði) og Atli Viðar Björnsson (6 atkvæði) en alls fengu sex leikmenn atkvæði frá þjálfurunum ellefu en Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV var ekki með.

Íslenski boltinn

Darren Bent ver ákvörðun sína að leyfa Jones að taka vítið

Darren Bent, leikmaður Sunderland, hefur komið fram og varið þá ákvörðun sína að leyfa Kenwyne Jones að taka annað víti liðsins í 5-2 sigrinum á Wolves en Steve Bruce, stjóri Sunderland, var allt annað en sáttur með það eftir leikinn enda taldi hann að besta vítaskytta liðsins ætti að taka vítið.

Enski boltinn

McAllister ráðinn til starfa hjá Portsmouth

Gary McAllister, fyrrum leikmaður og stjóri hjá Leeds United, verður aðstoðarstjóri hjá Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Portsmouth er búið að tapa sjö fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og hefur þurft að leika án íslenska landsliðsfyrirliðans í þeim öllum.

Enski boltinn

Sérfræðingarnir völdu Atla Guðnason bestan í sumar

Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, völdu Atla Guðnason, leikmann Íslandsmeistara FH, besta leikmann tímabilsins uppgjörsþætti Pepsi-markanna í gær. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var valinn besti þjálfarinn og Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki var valinn besti ungi leikmaðurinn.

Íslenski boltinn

Ánægja í herbúðum Toyota

Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren.

Formúla 1

Flott tilþrif hjá Jakobi í fyrsta leik - myndband

Jakob Örn Sigurðarson byrjaði vel með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni á föstudaginn og nú má finna myndband á Youtube með flottustu tilþrifum leikmanna Sundsvall í leiknum. Sundsvall vann 73-66 sigur á Gothia á heimavelli og leikmenn liðsins fönguðu vel í lokslok.

Körfubolti

Hughes: Roque Santa Cruz er nógu góður fyrir Manchester City

Mark Hughes, stjóri Manchester City, segir að paragvæski framherjinn Roque Santa Cruz, eigi framtíð hjá félaginu þrátt fyrir að hafa ekki spilað sinn fyrsta leik síðan að City keypti hann á 17,5 milljónir enskra punda frá Blackburn í sumar. Roque Santa Cruz spilar væntanlega með liðinu á móti West Ham í kvöld.

Enski boltinn

Casillas: Enginn tími fyrir Kaka og Ronaldo að aðlagast

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, segir að kröfurnar á liðið séu svo miklar að nýir leikmenn fái engan tíma til þess að aðlagast. Hann viðurkennir jafnframt að hann sem og aðrir leikmenn spænska liðsins séu enn að átta sig á því hvernig best sé að spila með þeim Kaka og Cristiano Ronaldo.

Fótbolti

Bendtner keyrði útaf - eyðilagði bílinn en slapp með skrámur

Nicklas Bendtner slapp ótrúlega vel þegar hann klessukeyrði Aston Martin bílinn sinn á hraðbraut í gær. Bendtner var á hraðferð á æfingu hjá Arsenal-liðinu þegar hann keyrði útaf og eyðilagi bílinn sinn sem kostar um 24 milljónir íslenskar krónur. Danski landsliðsmaðurinn stóð upp úr flakinu með nokkrar skrámur en hjartað væntanlega í buxunum.

Enski boltinn

Íris Björk hætt með KR-liðið - á leið í nám

Íris Björk Eysteinsdóttir tilkynnti leikmönnum kvennaliðs KR eftir leikinn við Þór/KA í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í gær að hún myndi ekki halda áfram þjálfun liðsins. Íris er að fara í nám og hefur því ekki tök á að þjálfa liðið áfram. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga.

Íslenski boltinn

Ingibjörg varð að velja á milli körfunnar og námsins

Það verður ekkert af því að Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir leiki með þýska liðinu Bielefeld Dolphins í þýsku b-deildinni í vetur því samkvæmt frétt á Karfan.is hefur hún ákveðið að taka sér ársfrí frá körfunni. Ingibjörg hefur leikið með Keflavík undanfarin ár en fluttist til Þýskalands með kærasta sínum Loga Geirssyni.

Körfubolti

Eiður Smári fékk bara þrjá í einkunn fyrir Nice-leikinn

Blaðamenn France Football voru ekki ánægðir með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leik Mónakó á móti Saint-Etienne á Louis II-leikvanginum í Mónakó á laugardaginn. Eiður Smári, sem var skipt útaf á 63. mínútu, var þriðja deildarleikinn í röð valinn slakasti leikmaður Mónakó-liðsins.

Fótbolti