Ánægja í herbúðum Toyota 29. september 2009 08:03 Timo Glock fagnar félögum sínum hjá Toyota í Singapúr á sunnudaginn. mynd: Getty Images Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren. Liðið hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og markmiðið var að landa sigri fyrir mörgum árum síðan, en þrátt fyrir mikið fjárstreymi hefur það ekki gengið eftir. Japanskir forstjórar hafa ósjaldan látið í sér heyra og vilja betri árangur. "Það er engin pressa á okkur núna, en þessi árangur þjappar liðinu saman. Við kepptum til sigurs og við höfum trú á að við getum unnið einn daginn", sagði John Howett yfirmaður Formúlu 1liðs Toyota. Liðið er staðsett í Köln í Þýskalandi. "Við höfum rætt við stjóranna í Japan og hvernig bæta megi gengi liðsins fyrir næsta ár. Það er hefð innan Toyota að líta fram veginn. Við höfum ekkert ákveðið enn með ökumenn fyrir næsta ár, en erum opnir fyrir Timo Glock." Ljóst þykir að Jarno Trulli verður ekki með liðinu á næsta ári, en fjöldi nýrra liða mun setja svip sinn á Formúlu 1 2010 og Trulli ætti að komast að hjá öðru keppnisliði. Toyota keppir á heimavelli í Japan um helgina og mætir á Suzuka brautina sem ekki hefur verið notuð síðan 2007. Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren. Liðið hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og markmiðið var að landa sigri fyrir mörgum árum síðan, en þrátt fyrir mikið fjárstreymi hefur það ekki gengið eftir. Japanskir forstjórar hafa ósjaldan látið í sér heyra og vilja betri árangur. "Það er engin pressa á okkur núna, en þessi árangur þjappar liðinu saman. Við kepptum til sigurs og við höfum trú á að við getum unnið einn daginn", sagði John Howett yfirmaður Formúlu 1liðs Toyota. Liðið er staðsett í Köln í Þýskalandi. "Við höfum rætt við stjóranna í Japan og hvernig bæta megi gengi liðsins fyrir næsta ár. Það er hefð innan Toyota að líta fram veginn. Við höfum ekkert ákveðið enn með ökumenn fyrir næsta ár, en erum opnir fyrir Timo Glock." Ljóst þykir að Jarno Trulli verður ekki með liðinu á næsta ári, en fjöldi nýrra liða mun setja svip sinn á Formúlu 1 2010 og Trulli ætti að komast að hjá öðru keppnisliði. Toyota keppir á heimavelli í Japan um helgina og mætir á Suzuka brautina sem ekki hefur verið notuð síðan 2007.
Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira