Íslenski boltinn

Frábær samvinna Blika skilaði fallegasta marki ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikinn Olgeir Sigurgeirsson fylgir hér KR-ingnum Jordao Diogo eftir í leiknum í 9.umferðinni.
Blikinn Olgeir Sigurgeirsson fylgir hér KR-ingnum Jordao Diogo eftir í leiknum í 9.umferðinni. Mynd/Stefán

Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, völdu í gær fallegustu mörk Íslandsmótsins í uppgjörsþætti Pepsi-markanna í gær. Mark ársins á Blikinn Olgeir Sigurgeirsson en hann skoraði það á KR-vellinum í níundu umferðinni.

Mark Olgeirs kom eftir frábæra sókn þar sem Blikaliðið sundurspilaði KR-vörnina með einnar snertingar fótbolta. Alfreð Finnbogason, sem á einnig þriðja fallegasta mark sumarsins, átti á endanum stoðsendinguna á Olgeir. Olgeir batt síðan endahnútinn á frábæra sókn með því að setja boltann á glæsilegan hátt upp í fjærhornið.

Blikar og KR-ingar voru greinilega að skora flottustu mörkin í sumar því bæði lið eiga þrjú mörk á topp tíu lista Tómasar Inga Tómassonar og Magnúsar Gylfasonar. Allur listinn er hér fyrir neðan.

Fallegustu mörk sumarsins að mati sérfræðinganna

1. Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki (KR - Breiðablik, 9. umferð)

2. Gunnar Örn Jónsson, KR (Keflavík - KR, 18. umferð)

3. Alfreð Finnbogason, Breiðabliki (Stjarnan - Breiðablik, 19. umferð)

4. Alexander Töft Söderlund, FH (Breiðablik - FH, 3.umferð)

5. Skúli Jón Friðgeirsson, KR (KR - Fram, 19. umferð)

6. Guðmundur Benediktsson, KR (KR - Valur, 11. umferð)

7. Atli Guðnason, FH (Fylkir - FH, 22. umferð)

8. Kjartan Ágúst Breiðdal, Fylki (FH - Fylkir, 11. umferð)

9. Haukur Baldvinsson, Breiðabliki (Breiðablik - Keflavík, 5. umferð)

10. Gauti Þorvarðarson, ÍBV (ÍBV - Grindavík, 6. umferð)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×