Sport

1-0 fyrir Val - myndir

Valsstúlkur komust í lykilstöðu í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær með fimm marka sigri.

Handbolti

Stefán: Frábært að vinna síðasta korterið 15-5

Valskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í N1 deild kvenna eftir 28-23 sigur í Vodafone-höllinni í kvöld. Stefán Arnarson, þjálfari Vals, þurfti ekki að taka leikhlé til þess að vekja sínar stelpur þegar staðan var orðin 13-18 fyrir Hauka en það var eins og allt í einu hafi hans stelpur vaknað af værum blundi.

Handbolti

Hanna Guðrún: Við þurfum að fá meira frá Ramune

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, fyrirliði Hauka, átti erfitt með að sætta sig við tapið á móti Val í kvöld í undanúrslitum N1 deildar kvenna. Haukar voru 18-13 yfir þegar 20 mínútur voru eftir en leikur liðsins hrundi á síðustu 20 mínútunum sem töpuðust 5-15.

Handbolti

Fram skellti Stjörnunni í Safamýri

Bikarmeistarar Fram lögðu Íslandsmeistara Stjörnunnar, 30-28, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna í kvöld. Fram getur því komist í úrslit með sigri í Mýrinni á sunnudag.

Handbolti

Fimm marka sigur Vals á Haukum

Valur er kominn í 1-0 í einvíginu við Hauka í undanúrslitum N1-deildar kvenna eftir 28-23 sigur í Vodefonehöllinni í kvöld. Sigra þarf tvo leiki til þess að komast í úrslit.

Handbolti

Tiger í þriðja sæti á Masters

Tiger Woods lék aftur vel á öðum keppnisdegi á Masters-mótinu í golfi. Tiger kom í hús á 70 höggum, eða tveim undir pari og er sem stendur í þriðja sæti ásamt KJ Choi.

Golf

Sinisa Mihajlovic dreymir um Inter

Sinisa Mihajlovic, þjálfari Catania, viðurkennir að hann eigi sér þann draum að taka við Inter. Líklegt er talið að Jose Mourinho haldi annað eftir tímabilið.

Fótbolti

Aguero ánægður með áhuga Inter

Sergio Aguero, stórstjarna Atletico Madrid, er ánægður með að vera orðaður við ítalska stórliðið Inter. Talið er að þessi argentínski landsliðsmaður verði seldur frá Atletico í sumar.

Fótbolti

Hélt að ekkert yrði úr Messi

Ronald de Boer, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur viðurkennt að hafa ekki haft trú á því að það yrði eitthvað úr Lionel Messi fyrir fimm árum síðan.

Fótbolti

Hugo Lloris næsti markvörður United?

Enskir fjölmiðlar telja Hugo Lloris, markvörð franska liðsins Lyon, líklegastan til að verða næsti markvörður Manchester United. Sir Alex Ferguson er sagður hafa fylgst með Lloris um langt skeið.

Enski boltinn

Vörnin hausverkur fyrir Redknapp

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, mun bíða með það fram á síðustu stundu að tilkynna lið sitt fyrir undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn Portsmouth á sunnudag.

Enski boltinn

Real Madrid þarf að sparka Messi niður

El Clasico verður annað kvöld þegar Real Madrid tekur á móti Barcelona. Liðin eru hnífjöfn að stigum á toppi deildarinnar en leikurinn er gríðarlega mikilvægur þar sem innbyrðis viðureignir gætu skorið úr um hvort liðið verður meistari í lok móts.

Fótbolti

David Villa of dýr miðað við aldur

Guardian greinir frá því að Manchester United hafi hætt við að kaupa spænska sóknarmanninn David Villa frá Valencia þar sem félagið þyrfti að reiða fram 40 milljónir punda fyrir hann.

Enski boltinn

Van Persie má byrja að æfa

Robin van Persie, sóknarmaður Arsenal, hefur fengið grænt ljós á að hefja æfingar af fullum krafti. Hann hefur verið frá síðan í nóvember þegar liðbönd í ökkla sködduðust í vináttulandsleik með Hollandi.

Enski boltinn