Sport

Svartfellingar sannkallaðir þjálfarabanar

Svartfjallaland hefur byrjað undankeppni EM 2012 vel með sigrum á Wales og Búlgaríu en það sem meira er að sigrar þeirra hafa ekki aðeins skilað þeim þremur stigum þeir hafa líka séð til þess að þjálfarar mótherja þeirra hafa hætt með sín lið.

Fótbolti

Lengsta Formúlu 1 tímabil sögunnar 2011

FIA samþykkti í dag 20 móta dagskrá í Formúlu 1 á næsta ári samkvæmt frétt á autosport.com. Hefst tímabilið í Bahrain 13. mars, en lýkur 27. nóvember í Brasilíu. Eitt nýtt mótssvæði verður tekið í notkun í Indlandi, en FIA á enn eftir að skoða og samþykkja brautina sem er í smíðum.

Formúla 1

Hill vonar að Ferrari fái væga refsingu

Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum.

Formúla 1

Argentínumenn fóru illa með heimsmeistara Spánverja

Argentínumenn fóru illa með heimsmeistara Spánverja í vináttulandsleik í Buenos Aires í gær. Argentína komst í 2-0 eftir 12 mínútna leik og vann leikinn að lokum 4-1. Úrslitin eru mikil uppreisn æru fyrir argentínska liðið sem tapaði 4-0 fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum á HM í sumar þegar allir bjuggust við að þeir væru að fara alla leið.

Fótbolti

Einkunnir íslenska landsliðsins gegn Danmörku

Líkt og venjulega gefur Fréttablaðið leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína. Gefið er frá einum upp í tíu og þurfa leikmenn að spila að lágmarki 20 mínútur til þess að fá einkunn.

Fótbolti

Eggert: Gáfum allt í þetta

„Það er gríðarlega svekkjandi að hafa fengið þetta mark á okkur undir lokin. Við gáfum allt sem við áttum í leikinn,“ sagði Eggert Gunnþór Jónsson eftir 1-0 tapið fyrir Dönum í kvöld.

Fótbolti

Aron Einar: Verður ekki verra

„Þetta verður ekki mikið verra. Ég held að íslenska þjóðin hafi haldið um hausinn í lokin, alveg eins og við allir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson eftir leikinn gegn Dönum í kvöld.

Fótbolti

Ólafur: Fúlt að tapa

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði að það hefði vitaskuld verið ansi súrt í broti að tapa fyrir Dönum á Parken í kvöld.

Fótbolti

Brian Laudrup með krabbamein

Brian Laudrup, fyrrum landsliðsmaður Dana í fótbolta, hefur greinst með eitlakrabbamein en hann er einn af frægustu fótboltamanna Dana frá upphafi auk þess að vera yngri bróðir Michael Laudrup.

Fótbolti

Vermaelen: Cesc Fabregas er með Barcelona í sínu DNA

Thomas Vermaelen, varnarmaður Arsenal og liðsfélagi Cesc Fabregas, segir að Fabregas sé með Barcelona í sínu DNA. Hinn 23 ára fyrirliði Arsenal hefur verið orðaður við Barcelona liðið í allt sumar en Arsene Wenger var ekki tilbúinn að láta hann fara.

Enski boltinn

AC Milan borgar nú hærri laun en Internazionale

AC Milan er komið upp í efsta sætið yfir þau félög í ítölsku deildinni sem borga hæstu launin. AC Milan fór upp fyrir nágranna sína í Internazionale samkvæmt nýrri úttekt hjá ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport.

Fótbolti