Sport

Willum Þór: Gerðum barnaleg mistök í sigurmarkinu þeirra

Það gengur lítið hjá Willum Þór Þórssyni og lærisveinum hans í Keflavík þessa daganna og það breyttist ekkert við sextán daga frí. Keflavík tapaði sínum fjórða leik af síðustu fimm þegar liðið lá 1-2 á móti Fram í lokaleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar á Laugardalsvellinum í kvöld.

Íslenski boltinn

Ballack spilar ekki meira á þessu ári

Lánið leikur ekki við þýska miðjumanninn Michael Ballack þessa dagana. Hann missti af HM í sumar vegna meiðsla og var svo nýbyrjaður að spila með Bayer Leverkusen er hann meiddist aftur.

Fótbolti

Hamilton harður við sjálfan sig

Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn.

Formúla 1

Gladdist er Zlatan klúðraði vítinu

Það eru litlir kærleikar á milli Mílanó-liðanna AC og Inter. Massimo Moratti, forseti Inter, fylgdist með AC Milan tapa gegn Cesena um helgina og sagðist hafa skemmt sér konunglega.

Fótbolti

Vettel: Ekki ástæða til að örvænta

Sebastian Vettel var ekki í sem bestum málum í upphafi Formúlu 1 mótsins á Monza í gær. Hann var sjötti á ráslínu, en vann sig upp í fjórða sæti með vel útfærðri og mjög óvenjulegri keppnisáætlun.

Formúla 1

Jesus afar vinsæll

Spænski vængmaðurinn Jesus Navas hjá Sevilla er afar eftirsóttur þessa dagana og orðaður við fjölda stórliða.

Fótbolti

Almarr tryggði Fram sigur á Keflavík

Framarar endurheimtu fimmta sætið í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur á Keflavík í lokaleik 19. umferðar á Laugardalsvellinum í kvöld. Almarr Ormarsson tryggði Fram sigurinn með marki þrettán mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

Greta Mjöll enn á skotskónum

Blikastúlkan Greta Mjöll Samúelsdóttir heldur áfram að gera það gott í bandaríska háskólaboltanum. Greta skoraði tvö mörk fyrir lið sitt, Northeastern Huskies, er það lagði Lafayette af velli, 3-0, um helgina.

Fótbolti

Casillas biður um þolinmæði

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, hefur beðið stuðningsmenn félagsins um að sýna liðinu þolinmæði enda er hann sannfærður um að Jose Mourinho sé að byggja upp sigurlið.

Fótbolti

Downing líst vel á Houllier

Stewart Downing, leikmaður Aston Villa, líst afar vel á hinn nýja stjóra félagsins, Gerard Houllier, og hann spáir því að Frakkinn muni koma félaginu á beinu brautina.

Enski boltinn

Aðgerð Zamora heppnaðist vel

Bobby Zamora, framherji Fulham, varð fyrir því óláni að fótbrotna í leik gegn Úlfunum um helgina og verður lengi frá. Hann spilar líklega ekki aftur fyrr en eftir áramót.

Enski boltinn

Rúnar: Erlendur átti bara fínan leik

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með sína menn eftir 4-2 sigur á ÍBV í Eyjum í kvöld og hann sagði einnig um að hinn umdeildi Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, hafi bara staðið sig ágætlega.

Íslenski boltinn