Sport

Aguero væri sáttur við að flytja til London og spila með Chelsea

Argentínski framherjinn Sergio Aguero hjá Atletico Madrid hefur í fyrsta sinn lýst yfir áhuga sínum á því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er líklegasta félagið til að næla í tengdason landsliðsþjálfarans Diego Maradona en það er vitað að Roman Abramovich er tilbúinn að leyfa Carlo Ancelotti að kaupa nýja leikmenn til liðsins í sumar.

Enski boltinn

Rafael Benítez hrósaði David Ngog fyrir leikinn í gær

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, var ánægður með franska framherjann David Ngog sem leysti af Fernando Torres í 3-0 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. David Ngog skoraði annað mark liðsins en þetta var áttunda markið hans á tímabilinu í öllum keppnum.

Enski boltinn

Aðeins tvö lið hafa komið til baka eftir stærra tap í fyrsta leik

Keflavík vann 19 stiga sigur á Snæfelli í gær, 97-78, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Þetta var níundi stærsti sigur í fyrsta leik lokaúrslita í sögu úrslitakeppninnar og aðeins tveimur liðum hefur tekist að koma til baka eftir stærra tap í fyrsta leik.

Körfubolti

Báðir varnarmiðjumenn Chelsea meiddir - Ancelotti í vandræðum

Það er skortur á varnartengiliðum hjá Chelsea eftir að John Obi Mikel bættist við hlið Michael Essien á meiðslalistann. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur því engan náttúrulegan varnartengilið í leiknum á móti Stoke um næstu helgi og þarf að setja óvanan menn í þessa mikilvægu stöðu.

Enski boltinn

NBA: LeBron skoraði 40 stig - Utah jafnaði einvígið gegn Denver

LeBron James skoraði 40 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem vann 112-102 sigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í nótt og er þar með komið í 2-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah Jazz jafnaði hinsvegar metin á móti Denver með 114-111 útisigri í hinum leik næturinnar.

Körfubolti

Delph með slitið krossband

Miðvallarleikmaðurinn Fabian Delph hjá Aston Villa verður frá næstu átta mánuðina eftir að kom í ljós að hann er með slitið krossband í vinstra hné.

Enski boltinn

Myndasyrpa úr Keflavík

Í kvöld hófust lokaúrslitin í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla þegar að Keflavík og Snæfell mættust í fyrsta leik úrslitarimmunnar.

Körfubolti

Halldór áfram með Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi við Halldór Jóhann Sigfússon sem mun spila með liðinu næstu tvö árin.

Handbolti

Mutu biður stuðningsmenn afsökunar

Adrian Mutu hefur beðið stuðningsmenn Fiorentina, félagið sjálft og leikmenn þess, afsökunar á því að hann hafi verið dæmdur í níu mánaða keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar.

Fótbolti

Sneijder treystir á fótboltaþekkingu Mourinho á móti Barcelona

Hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder dreymir um endurkomu á Santiago Bernabéu en þó ekki til að spila fyrir Real Madrid sem hafði ekki not fyrir hann heldur til þess að spila með FC Internazionale Milano í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni sem fer fram á heimavelli Real Madrid. Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast í þessari viku.

Fótbolti

Fimm hafa verið með í öllum 11 úrslitaleikjum Keflavíkur og Snæfells

Keflavík og Snæfell hefja í kvöld sitt fjórða úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en liðið mættust einnig í lokaúrslitunum 2004, 2005 og 2008. Fimm leikmenn hafa verið með í öllum ellefu leikjum liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en bara fjórir þeirra verða með í Toyota-höllinni í Keflavík þegar fyrsti leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld.

Körfubolti