Enski boltinn

Downing líst vel á Houllier

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stewart Downing, leikmaður Aston Villa, líst afar vel á hinn nýja stjóra félagsins, Gerard Houllier, og hann spáir því að Frakkinn muni koma félaginu á beinu brautina.

Houllier er ekki enn búinn að ganga frá öllum lausum endum við franska knattspyrnusambandið og verður því ekki á hliðarlínunni er Villa spilar gegn Stoke í kvöld.

"Ég sá blaðamannafundinn hans um daginn og mér fannst hann koma afar vel fyrir. Ef menn skoða árangur hans hjá Liverpool og Lyon þá er augljóst að þarna fer þjálfari sem nær árangri. Menn fá heldur ekki vinnu hér nema kunna eitthvað," sagði Downing.

"Það er engin ástæða til annars en að búast við miklu af honum. Það er góður leikmannahópur hjá félaginu og hér er allt til alls."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×