Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörkin úr Pepsi-deildinni í gær á Vísi - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson skoraði sigurmark FH á móti Selfossi í gær.
Matthías Vilhjálmsson skoraði sigurmark FH á móti Selfossi í gær. Mynd/Daníel
Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í gær en spennan í toppbaráttunni er nú enn meiri eftir að KR-ingar unnu úti í Eyjum og gáfu þar með Blikum tækifæri til þess að komast aftur í toppsætið. Öll mörkin má nú sjá á Vísi.is.

Kristinn Steindórsson skoraði eina markið í leik Blika og Fylkis og skaut sínum mönnum upp í toppsætið. Markið hans er hér.

Guðjón Baldvinsson skoraði tvö stórglæsileg mörk í 4-2 sigri KR á ÍBV á Hásteinsvelli í Eyjum í gær. Mörkin eru hér.

Matthías Vilhjálmsson tryggði FH 2-1 sigur á Selfossi með marki úr umdeildri vítaspyrnu. Mörkin eru hér.

Valsmenn fóru á kostum á móti Stjörnumönnum á Vodafone-vellinum og skoruðu fimm mörk. Mörkin eru hér.

Arnar Gunnlaugsson tryggði Haukum 1-1 jafntefli í Grindavík. Mörkin eru hér.

Smelltu hér til að fara í Brot af því besta hornið á Vísi. Þar má sjá öll mörkin í sumar á einum stað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×