Hamilton harður við sjálfan sig 13. september 2010 16:31 Lewis Hamilton hjá McLaren er í titilslag við fjóra aðra ökumenn. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton lokaði sig af í herbergi í híbýlum McLaren eftir keppnina og Whitmarsh fór hans fund, eins og segir í frétt á autosport.com. Hamilton var í forystu í stigamótinu fyrir mótið, en hann er kominn aftur fyrir Mark Webber eftir mótið í gær. "Ég vissi að Lewis var í herberginu og hafði verið um stund. Ég fór og talaði við hann og við fórum yfir málin og lærum af því. Það sem er mikilvægast er að Lewis fari framúr að morgni, æfi og setji fókusinn á mótið í Síngapúr og standi sig. Hann mun gera það", sagði Whitmarsh í frétt autosport. "Hann er djarfur ökumaður, sem hefði kannski óskað þess að hafa gert eitthvað annað, þegar hlutirnir eru endurskoðaðir. En kappakstursökumenn vilja taka á því. Þannig er Lewis Hamilton og ég vil ekki breyta honum. Hann er frábær liðsmaður, persónuleiki og kappakstursmaður." "Við ættum að vera fremstur en erum það ekki. Við erum fimm stigum á eftir í keppni ökumanna og þremur í keppni bílasmiða. En það er ekki neitt til að tala um. Það eru vonbrigði að ná ekki þeim stigum sem er möguleiki að ná, en við erum reyndir í titilslag og komumst yfir vonbrigðin." "Lewis er harður við sjálfan sig. Hann vill vera fullkominn og vera besti ökumaður heims. Þegar mistök eru gerð, þá kemur eftirsjá. En þetta er spurning um millimetra og sentimetra á miklum hraða með andrenalínið flæðandi. Það er bilið á milli að vera hetja og ekki", sagði Whitmarsh. Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton lokaði sig af í herbergi í híbýlum McLaren eftir keppnina og Whitmarsh fór hans fund, eins og segir í frétt á autosport.com. Hamilton var í forystu í stigamótinu fyrir mótið, en hann er kominn aftur fyrir Mark Webber eftir mótið í gær. "Ég vissi að Lewis var í herberginu og hafði verið um stund. Ég fór og talaði við hann og við fórum yfir málin og lærum af því. Það sem er mikilvægast er að Lewis fari framúr að morgni, æfi og setji fókusinn á mótið í Síngapúr og standi sig. Hann mun gera það", sagði Whitmarsh í frétt autosport. "Hann er djarfur ökumaður, sem hefði kannski óskað þess að hafa gert eitthvað annað, þegar hlutirnir eru endurskoðaðir. En kappakstursökumenn vilja taka á því. Þannig er Lewis Hamilton og ég vil ekki breyta honum. Hann er frábær liðsmaður, persónuleiki og kappakstursmaður." "Við ættum að vera fremstur en erum það ekki. Við erum fimm stigum á eftir í keppni ökumanna og þremur í keppni bílasmiða. En það er ekki neitt til að tala um. Það eru vonbrigði að ná ekki þeim stigum sem er möguleiki að ná, en við erum reyndir í titilslag og komumst yfir vonbrigðin." "Lewis er harður við sjálfan sig. Hann vill vera fullkominn og vera besti ökumaður heims. Þegar mistök eru gerð, þá kemur eftirsjá. En þetta er spurning um millimetra og sentimetra á miklum hraða með andrenalínið flæðandi. Það er bilið á milli að vera hetja og ekki", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira