Íslenski boltinn

Aganefnd tekur fyrir frétt á heimasíðu KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Aganefnd KSÍ mun taka fyrir frétt sem birtist á heimasíðu KR í síðustu viku. Þar kom fram að KR treysti ekki Erlendi Eiríkssyni knattspyrnudómara. Þetta kom fram á Fótbolti.net.

KR-ingar voru óánægðir með vinnubrögð Erlends í bikarúrslitaleik liðsins gegn FH í síðusta mánuði. Erlendur var svo settur á leik ÍBV og KR sem fór fram í gær en fréttin birtist í aðdraganda þess leiks.

Aganefnd KSÍ kemur saman á vikulegum fundi á morgun.






Tengdar fréttir

KR-ingar treysta ekki Erlendi

Það er áhugaverð grein á heimasíðu KR í dag, kr.is. Þar er verið að skrifa um þá staðreynd að Erlendur Eiríksson eigi að dæma stórleik ÍBV og KR um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×