Enski boltinn

Modric ekki alvarlega meiddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Meiðsli króatíska miðjumannsins hjá Tottenham, Luka Modric, reyndust ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Modric skoraði um helgina gegn WBA en meiddist síðan illa og yfirgaf völlinn á hækjum.

Modric fótbrotnaði í fyrra og var óttast að meiðslin tengdust fótbrotinu og hann yrði frá í ansi drjúgan tíma.

Meiðslin eru hins vegar lítils háttar og Modric gæti hugsanlega spilað gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×