Sport

Þjálfari Svartfellinga: Við verðum engir "túristar" á Wembley

Zlatko Kranjcar, þjálfari Svartfjallalands, hefur gert frábæra hluti með lið sitt í undankeppni EM í fótbolta en Svartfellingar eru nú á toppi síns riðils eftir 1-0 sigra í þremur fyrstu leikjum sínum. Næsti leikur Svartfjallalands er á móti Englendingum á Wembley á þriðjudaginn.

Fótbolti

Keflavík, Hamar og Haukar öll með fullt hús í kvennakörfunni

Keflavík, Hamar og Haukar eru öll með fullt hús eftir aðra umferðina í Iceland Express deild kvenna en Íslandsmeistarar KR hafa hinsvegar tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tap á heimavelli á móti Keflavík í stórleik dagsins. Haukar byrjuðu daginn á því að fara á toppinn með stórsigri á Grindavík en Keflavík og Hamar bættust í hópinn seinna um daginn.

Körfubolti

Pearce fær ekki að nota Wilshere með 21 árs liðinu

Stuart Pearce, þjálfari 21 árs landsliðs Englendinga, fær ekki að nota Arsenal-manninn Jack Wilshere í seinni umspilsleik Englendinga á móti Rúmeníu en þar er í boði sæti í úrslitakeppni EM líkt og í baráttu Íslendinga og Skota. Englendingar fara eins og íslenska liðið með 2-1 forskot í seinni leikinn á útivelli.

Fótbolti

Portúgölsku blöðin þakka Poulsen fyrir hjálpina í gær

Portúgölsku blöðin fagna í dag góðum sigri portúgalska landsliðsins á Dönum í fyrsta leiknum undir stjórn Paulo Bento en Portúgali unnu 3-1 sigur í leik liðanna í undankeppni EM í Lissabon í gær þökk sé tveimur mörkum frá Nani og einu frá Cristiano Ronaldo.

Fótbolti

Haukakonur unnu auðveldan sigur á Grindavík

Haukakonur létu ekki fjarveru þjálfarans, Hennings Henningssonar, hafa áhrif á sig þegar þær unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna á Ásvöllum í dag. Haukar unnu þá 24 stiga sigur á Grindavík, 60-36, og eru eins og er á toppi deildarinnar. Umferðin klárast síðan seinna í dag.

Körfubolti

Logi hefur tapað öllum 8 leikjum sínum á móti Haukum

Logi Geirsson og félagar í FH heimsækja Íslands- og bikarmeistara Hauka á Ásvelli í dag og það er mikil spenna fyrir þessum fyrsta Hafnarfjarðaslag í tæp sjö ár þar sem FH-ingar geta telft fram Loga Geirssyni. Það hefur verið frábærlega mætt á leiki Hauka og FH síðustu ár og það má því örugglega búast við góðri mætingu á Ásvelli klukkan 15.45 í dag.

Handbolti

Pétur Markan búinn að semja við Víkinga

Fjölnismaðurinn Pétur Georg Markan hefur ákveðið að segja skilið við Grafarvoginn og spila með nýliðum Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar. Pétur hefur gert þriggja ára samning við Víkinga en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings.

Íslenski boltinn

Örebro vann og Guðbjörg hélt markinu hreinu

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu allan tímann þegar Örebro vann sigur á Sunnanå á útivelli í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt á sama tíma marki Djurgården hreinu í markalausu jafntefli á móti Kopparbergs/Göteborg.

Fótbolti

Hamilton fær refsingu í Japan

Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 00.45 eftir miðnætti.

Formúla 1

Vettel: Rétt að fresta tímatökunni

Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra.

Formúla 1

LeBron og Bosh með 45 stig saman í sigri Miami Heat í nótt

Miami Heat byrjar undirbúningstímabilið vel fyrir komandi NBA-tímabil og það þrátt fyrir að hafa misst Dwyane Wade í meiðsli eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leik. Miami-liðið vann 7 stiga sigur á Oklahoma City Thunder í nótt, 103-96 og hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína með sannfærandi hætti.

Körfubolti

Úrhelli stöðvaði æfingu á Suzuka

Aðeins tveir ökumenn óku Suzuka brautina á æfingum keppnisliða í nótt í Japan vegna úrhellisrigningar og óljóst er hvort hægt verður að framkvæma tímatökuna. Spáð er enn verra veðri og keppnislið verða að bíða eftir ákvörðun mótshaldara hvað þetta varðar.

Formúla 1