Fótbolti

Cristiano Ronaldo ánægður með frammistöðuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær. Mynd/AP
Cristiano Ronaldo lék aftur með portúgalska landsliðinu í 3-1 sigri á Dönum í gær og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum.

Ronaldo var líka kátur eftir leikinn en sigurinn kom portúgalska liðinu af stað í undankeppninni eftir að hafa fengið aðeins eitt stig út úr fyrstu tveimur leikjum sínum.

„Ég hafði virkilega saknað þess að spila með landsliðinu og liðið spilaði virkilega vel í þessum leik. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og Bento er þegar búinn að sýna hversu góður þjálfari hann er," sagði Ronaldo við Ekstra Bladet.

Cristiano Ronaldo lék vel í leiknum því auk þess að koma að fyrsta og síðasta marki liðsins þá átti hann nokkrar góðar marktilraunir sem Anders Lindegaard varði vel í danska markinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×