Enski boltinn

Capello laus við Ferdinand/Jagielka-hausverkinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand og John Terry.
Rio Ferdinand og John Terry. Mynd/AP
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, þarf ekki að glíma lengur við þann höfuðverk að velja á milli þeirra Phil Jagielka og Rio Ferdinand fyrir leikinn á móti Svartfjallalandi eftir helgi.

Rio Ferdinand er kominn aftur í slaginn eftir meiðsli en Phil Jagielka stóð sig mjög vel með enska liðinu í sigurleikjum á Búlgaríu og Sviss á dögunum en hvorki Ferdinand né John Terry voru í með í þeim leikjum vegna meiðsla.

Phil Jagielka meiddist hinsvegar aftan í læri á æfingu enska landsliðsins í gær og nú er komið í ljós að Everton-maðurinn getur ekki spilað leikinn.

Rio Ferdinand og John Terry verða því miðverðir enska liðsins á móti Svartfjallalandi en Ferdinand veit ekki ennþá hvort að hann fái aftur fyrirliðabandið sem Steven Gerrard hefur borið með glæsibrag síðan að Ferdinand meiddist illa á hné rétt fyrir HM í Suður-Afríku síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×