Enski boltinn

Edwin van der Sar segist ekkert vera búinn að ákveða að hætta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edwin van der Sar, markvörður Manchester United.
Edwin van der Sar, markvörður Manchester United. Mynd/AFP
Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, segir ekkert vera til í því að hann sé búinn að ákveða að leggja skónna á hilluna í vor eins og haft var eftir Eric Steele, markvarðarþjálfara Manchester United í vikunni.

„Þetta er algjört rugl. Ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en þetta er eintóm vitleysa," sagði hollenski markvörðurinn sem fagnar fertugsafmælinu í lok þessa mánaðar.

„Ég veit ekki ennþá hvort ég hætti eða held áfram eftir þetta tímabil. Ég mun ekki velta því fyrir mér fyrr en undir lok tímabilsins. Ég mun ekki ákveða mig fyrr en ætla þangað til að einbeita mér að spila vel fyrir United," sagði Edwin van der Sar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×