Spánverjar enn á beinu brautinni - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2010 22:16 Fernando Llorente fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM 2012 í kvöld en í þeim síðasta unnu heimsmeistarar Spánverja öruggan 3-1 sigur á Litháen á heimavelli. Spánn komst yfir með marki Fernando Llorente í upphafi síðari hálfleiks en Darvydas Sernas jafnaði óvænt metin fyrir gestina aðeins sjö mínútum síðar. Heims- og Evrópumeistararnir voru þó ekki lengi að ná forystunni á ný er Llorento skoraði öðru sinni tveimur mínútum síðar. David Silva innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Spánverja á 79. mínútu. Meðal annarra úrslita má nefna að Þýskaland vann góðan sigur á Tyrklandi í A-riðli, 3-0, á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Það var þó ekki að sjá að leikurinn hafi farið fram í Þýskalandi þar sem fjölmargir stuðningsmenn Tyrkja á vellinum létu vel í sér heyra allan leikinn. Miroslav Klose heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir þýska landsliðið en hann gerði tvö í kvöld. Mesut Özil, sem er af tyrkneskum ættum en er fæddur í Þýskalandi, skoraði einnig en fagnaði ekki marki sínu. Í B-riðli komust Rússar í 3-0 forystu gegn Írum á Írlandi. Heimamenn náðu að skora tvívegis undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Gengi Ítala var afleitt á HM í Suður-Afríku í sumar og ekki skánaði það í Norður-Írlandi í kvöld. Þar mættu Ítalar heimamönnum í C-riðli og máttu sætta sig við markalaust jafntefli. Hollendingar voru óheppnir að ná aðeins 1-0 útisigri gegn Moldóvu í kvöld. Klaas-Jan Huntelaar skoraði eina mark leiksins en Hollendingar sóttu linnulaust. Markvörður Moldóva, Stanislav Namasco, átti stórleik og kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri í leiknum. Lothar Matthäus fór vel af stað sem landsliðsþjálfari Búlgaríu. Hann stýrði sínum mönnum til 1-0 útisigurs gegn Wales í kvöld en liðin leika í G-riðli. Í I-riðli fóru fram tveir leikir í kvöld. Tékkar unnu öflugan 1-0 sigur á Skotum og Spánverjar unnu Litháa, sem fyrr segir. Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kasakstan-Belgía 0-2 Austurríki-Aserbaídsjan 3-0 Þýskaland-Tyrkland 3-0 1-0 Miroslav Klose (42.) 2-0 Mesut Özil (79.) 3-0 Miroslav Klose (87.) B-riðill: Armenía-Slóvakía 3-1 Andorra-Makedónía 0-2 Írland-Rússland 2-3 0-1 Alexander Kerzhakov (11.) 0-2 alan Dzagoev (29.) 0-3 Roman Shikorov (50.) 1-3 Robbie Keane, víti (72.) 2-3 Shane Long (78.)C-riðill: Serbía-Eistland 1-3 Norður-Írland-Ítalía 0-0 Slóvenía-Færeyjar 5-1D-riðill: Lúxemborg-Hvíta-Rússland 0-0 Albanía-Bosnía 1-1E-riðill: Ungverjaland-San Marínó 8-0 Moldóva-Holland 0-1 0-1 Klaas-Jan Huntelaar (37.)F-riðill: Georgía-Malta 1-0 Grikkland-Lettland 1-0G-riðill: Svartfjallaland-Sviss 1-0 Wales-Búlgaría 0-1H-riðill: Kýpur-Noregur 1-2 0-1 John Arne Riise (2.) 0-2 John Carew (42.) 1-2 Ionnis Okkas (58.) Portúgal-Danmörk 3-1 1-0 Nani (29.) 2-0 Nani (31.) 2-1 Ricardo Carvalho, sjálfsmark (79.) 3-1 Cristiano Ronaldo (85.).I-riðill: Tékkland-Skotland 1-0 1-0 Roman Hubnik (70.) Spánn-Litháen 3-1 1-0 Fernando Llorente (47.) 1-1 Darvydas Sernas (54.) 2-1 Fernando Llorente (56.) 3-1 David Silva (79.) Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM 2012 í kvöld en í þeim síðasta unnu heimsmeistarar Spánverja öruggan 3-1 sigur á Litháen á heimavelli. Spánn komst yfir með marki Fernando Llorente í upphafi síðari hálfleiks en Darvydas Sernas jafnaði óvænt metin fyrir gestina aðeins sjö mínútum síðar. Heims- og Evrópumeistararnir voru þó ekki lengi að ná forystunni á ný er Llorento skoraði öðru sinni tveimur mínútum síðar. David Silva innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Spánverja á 79. mínútu. Meðal annarra úrslita má nefna að Þýskaland vann góðan sigur á Tyrklandi í A-riðli, 3-0, á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Það var þó ekki að sjá að leikurinn hafi farið fram í Þýskalandi þar sem fjölmargir stuðningsmenn Tyrkja á vellinum létu vel í sér heyra allan leikinn. Miroslav Klose heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir þýska landsliðið en hann gerði tvö í kvöld. Mesut Özil, sem er af tyrkneskum ættum en er fæddur í Þýskalandi, skoraði einnig en fagnaði ekki marki sínu. Í B-riðli komust Rússar í 3-0 forystu gegn Írum á Írlandi. Heimamenn náðu að skora tvívegis undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Gengi Ítala var afleitt á HM í Suður-Afríku í sumar og ekki skánaði það í Norður-Írlandi í kvöld. Þar mættu Ítalar heimamönnum í C-riðli og máttu sætta sig við markalaust jafntefli. Hollendingar voru óheppnir að ná aðeins 1-0 útisigri gegn Moldóvu í kvöld. Klaas-Jan Huntelaar skoraði eina mark leiksins en Hollendingar sóttu linnulaust. Markvörður Moldóva, Stanislav Namasco, átti stórleik og kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri í leiknum. Lothar Matthäus fór vel af stað sem landsliðsþjálfari Búlgaríu. Hann stýrði sínum mönnum til 1-0 útisigurs gegn Wales í kvöld en liðin leika í G-riðli. Í I-riðli fóru fram tveir leikir í kvöld. Tékkar unnu öflugan 1-0 sigur á Skotum og Spánverjar unnu Litháa, sem fyrr segir. Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kasakstan-Belgía 0-2 Austurríki-Aserbaídsjan 3-0 Þýskaland-Tyrkland 3-0 1-0 Miroslav Klose (42.) 2-0 Mesut Özil (79.) 3-0 Miroslav Klose (87.) B-riðill: Armenía-Slóvakía 3-1 Andorra-Makedónía 0-2 Írland-Rússland 2-3 0-1 Alexander Kerzhakov (11.) 0-2 alan Dzagoev (29.) 0-3 Roman Shikorov (50.) 1-3 Robbie Keane, víti (72.) 2-3 Shane Long (78.)C-riðill: Serbía-Eistland 1-3 Norður-Írland-Ítalía 0-0 Slóvenía-Færeyjar 5-1D-riðill: Lúxemborg-Hvíta-Rússland 0-0 Albanía-Bosnía 1-1E-riðill: Ungverjaland-San Marínó 8-0 Moldóva-Holland 0-1 0-1 Klaas-Jan Huntelaar (37.)F-riðill: Georgía-Malta 1-0 Grikkland-Lettland 1-0G-riðill: Svartfjallaland-Sviss 1-0 Wales-Búlgaría 0-1H-riðill: Kýpur-Noregur 1-2 0-1 John Arne Riise (2.) 0-2 John Carew (42.) 1-2 Ionnis Okkas (58.) Portúgal-Danmörk 3-1 1-0 Nani (29.) 2-0 Nani (31.) 2-1 Ricardo Carvalho, sjálfsmark (79.) 3-1 Cristiano Ronaldo (85.).I-riðill: Tékkland-Skotland 1-0 1-0 Roman Hubnik (70.) Spánn-Litháen 3-1 1-0 Fernando Llorente (47.) 1-1 Darvydas Sernas (54.) 2-1 Fernando Llorente (56.) 3-1 David Silva (79.)
Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira