Spánverjar enn á beinu brautinni - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2010 22:16 Fernando Llorente fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM 2012 í kvöld en í þeim síðasta unnu heimsmeistarar Spánverja öruggan 3-1 sigur á Litháen á heimavelli. Spánn komst yfir með marki Fernando Llorente í upphafi síðari hálfleiks en Darvydas Sernas jafnaði óvænt metin fyrir gestina aðeins sjö mínútum síðar. Heims- og Evrópumeistararnir voru þó ekki lengi að ná forystunni á ný er Llorento skoraði öðru sinni tveimur mínútum síðar. David Silva innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Spánverja á 79. mínútu. Meðal annarra úrslita má nefna að Þýskaland vann góðan sigur á Tyrklandi í A-riðli, 3-0, á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Það var þó ekki að sjá að leikurinn hafi farið fram í Þýskalandi þar sem fjölmargir stuðningsmenn Tyrkja á vellinum létu vel í sér heyra allan leikinn. Miroslav Klose heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir þýska landsliðið en hann gerði tvö í kvöld. Mesut Özil, sem er af tyrkneskum ættum en er fæddur í Þýskalandi, skoraði einnig en fagnaði ekki marki sínu. Í B-riðli komust Rússar í 3-0 forystu gegn Írum á Írlandi. Heimamenn náðu að skora tvívegis undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Gengi Ítala var afleitt á HM í Suður-Afríku í sumar og ekki skánaði það í Norður-Írlandi í kvöld. Þar mættu Ítalar heimamönnum í C-riðli og máttu sætta sig við markalaust jafntefli. Hollendingar voru óheppnir að ná aðeins 1-0 útisigri gegn Moldóvu í kvöld. Klaas-Jan Huntelaar skoraði eina mark leiksins en Hollendingar sóttu linnulaust. Markvörður Moldóva, Stanislav Namasco, átti stórleik og kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri í leiknum. Lothar Matthäus fór vel af stað sem landsliðsþjálfari Búlgaríu. Hann stýrði sínum mönnum til 1-0 útisigurs gegn Wales í kvöld en liðin leika í G-riðli. Í I-riðli fóru fram tveir leikir í kvöld. Tékkar unnu öflugan 1-0 sigur á Skotum og Spánverjar unnu Litháa, sem fyrr segir. Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kasakstan-Belgía 0-2 Austurríki-Aserbaídsjan 3-0 Þýskaland-Tyrkland 3-0 1-0 Miroslav Klose (42.) 2-0 Mesut Özil (79.) 3-0 Miroslav Klose (87.) B-riðill: Armenía-Slóvakía 3-1 Andorra-Makedónía 0-2 Írland-Rússland 2-3 0-1 Alexander Kerzhakov (11.) 0-2 alan Dzagoev (29.) 0-3 Roman Shikorov (50.) 1-3 Robbie Keane, víti (72.) 2-3 Shane Long (78.)C-riðill: Serbía-Eistland 1-3 Norður-Írland-Ítalía 0-0 Slóvenía-Færeyjar 5-1D-riðill: Lúxemborg-Hvíta-Rússland 0-0 Albanía-Bosnía 1-1E-riðill: Ungverjaland-San Marínó 8-0 Moldóva-Holland 0-1 0-1 Klaas-Jan Huntelaar (37.)F-riðill: Georgía-Malta 1-0 Grikkland-Lettland 1-0G-riðill: Svartfjallaland-Sviss 1-0 Wales-Búlgaría 0-1H-riðill: Kýpur-Noregur 1-2 0-1 John Arne Riise (2.) 0-2 John Carew (42.) 1-2 Ionnis Okkas (58.) Portúgal-Danmörk 3-1 1-0 Nani (29.) 2-0 Nani (31.) 2-1 Ricardo Carvalho, sjálfsmark (79.) 3-1 Cristiano Ronaldo (85.).I-riðill: Tékkland-Skotland 1-0 1-0 Roman Hubnik (70.) Spánn-Litháen 3-1 1-0 Fernando Llorente (47.) 1-1 Darvydas Sernas (54.) 2-1 Fernando Llorente (56.) 3-1 David Silva (79.) Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM 2012 í kvöld en í þeim síðasta unnu heimsmeistarar Spánverja öruggan 3-1 sigur á Litháen á heimavelli. Spánn komst yfir með marki Fernando Llorente í upphafi síðari hálfleiks en Darvydas Sernas jafnaði óvænt metin fyrir gestina aðeins sjö mínútum síðar. Heims- og Evrópumeistararnir voru þó ekki lengi að ná forystunni á ný er Llorento skoraði öðru sinni tveimur mínútum síðar. David Silva innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Spánverja á 79. mínútu. Meðal annarra úrslita má nefna að Þýskaland vann góðan sigur á Tyrklandi í A-riðli, 3-0, á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Það var þó ekki að sjá að leikurinn hafi farið fram í Þýskalandi þar sem fjölmargir stuðningsmenn Tyrkja á vellinum létu vel í sér heyra allan leikinn. Miroslav Klose heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir þýska landsliðið en hann gerði tvö í kvöld. Mesut Özil, sem er af tyrkneskum ættum en er fæddur í Þýskalandi, skoraði einnig en fagnaði ekki marki sínu. Í B-riðli komust Rússar í 3-0 forystu gegn Írum á Írlandi. Heimamenn náðu að skora tvívegis undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Gengi Ítala var afleitt á HM í Suður-Afríku í sumar og ekki skánaði það í Norður-Írlandi í kvöld. Þar mættu Ítalar heimamönnum í C-riðli og máttu sætta sig við markalaust jafntefli. Hollendingar voru óheppnir að ná aðeins 1-0 útisigri gegn Moldóvu í kvöld. Klaas-Jan Huntelaar skoraði eina mark leiksins en Hollendingar sóttu linnulaust. Markvörður Moldóva, Stanislav Namasco, átti stórleik og kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri í leiknum. Lothar Matthäus fór vel af stað sem landsliðsþjálfari Búlgaríu. Hann stýrði sínum mönnum til 1-0 útisigurs gegn Wales í kvöld en liðin leika í G-riðli. Í I-riðli fóru fram tveir leikir í kvöld. Tékkar unnu öflugan 1-0 sigur á Skotum og Spánverjar unnu Litháa, sem fyrr segir. Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kasakstan-Belgía 0-2 Austurríki-Aserbaídsjan 3-0 Þýskaland-Tyrkland 3-0 1-0 Miroslav Klose (42.) 2-0 Mesut Özil (79.) 3-0 Miroslav Klose (87.) B-riðill: Armenía-Slóvakía 3-1 Andorra-Makedónía 0-2 Írland-Rússland 2-3 0-1 Alexander Kerzhakov (11.) 0-2 alan Dzagoev (29.) 0-3 Roman Shikorov (50.) 1-3 Robbie Keane, víti (72.) 2-3 Shane Long (78.)C-riðill: Serbía-Eistland 1-3 Norður-Írland-Ítalía 0-0 Slóvenía-Færeyjar 5-1D-riðill: Lúxemborg-Hvíta-Rússland 0-0 Albanía-Bosnía 1-1E-riðill: Ungverjaland-San Marínó 8-0 Moldóva-Holland 0-1 0-1 Klaas-Jan Huntelaar (37.)F-riðill: Georgía-Malta 1-0 Grikkland-Lettland 1-0G-riðill: Svartfjallaland-Sviss 1-0 Wales-Búlgaría 0-1H-riðill: Kýpur-Noregur 1-2 0-1 John Arne Riise (2.) 0-2 John Carew (42.) 1-2 Ionnis Okkas (58.) Portúgal-Danmörk 3-1 1-0 Nani (29.) 2-0 Nani (31.) 2-1 Ricardo Carvalho, sjálfsmark (79.) 3-1 Cristiano Ronaldo (85.).I-riðill: Tékkland-Skotland 1-0 1-0 Roman Hubnik (70.) Spánn-Litháen 3-1 1-0 Fernando Llorente (47.) 1-1 Darvydas Sernas (54.) 2-1 Fernando Llorente (56.) 3-1 David Silva (79.)
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira