Fótbolti

Pearce fær ekki að nota Wilshere með 21 árs liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere.
Jack Wilshere. Mynd/AFP
Stuart Pearce, þjálfari 21 árs landsliðs Englendinga, fær ekki að nota Arsenal-manninn Jack Wilshere í seinni umspilsleik Englendinga á móti Rúmeníu en þar er í boði sæti í úrslitakeppni EM líkt og í baráttu Íslendinga og Skota. Englendingar fara eins og íslenska liðið með 2-1 forskot í seinni leikinn á útivelli.

Fabio Capello, þjálfari enska A-landsliðsins, valdi Jack Wilshere í sinn hóp fyrir leikinn á móti Svartfjallalandi og ætlar sér að nota hann í þeim leik.

„Ég reyndi eins og ég gat til að halda honum," sagði Stuart Pearce. „Hluti af mér er þó ánægður með að hann fari til móts við A-liðið því það sýnir öðrum í liðinu hvert menn komast ef menn standa sig vel. Hluti af mér vildi hinsvegar að sjálfsögðu getað notað hann í Rúmeníu," sagði Pearce.

„Við erum samt með góðan leikmannahóp sem fer til Rúmeníu og leikmennirnir munu standa sig vel þar og gera sjálfa sig stolta. Ég vina að Jack fái líka að spila á móti Svartfjallandi," sagði Pearce.

„Hann hefði örugglega viljað hjálpað okkur en hann er með frábært hugarfar og einstakur leikmaður. Hann á skilið að spila með A-liðinu eftir frammistöðu sína í vetur og við verðum að vinna saman í að hjálpa honum að verða eins frábær leikmaður og hann getur orðið," sagði Pearce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×