„Við vorum mjög góðir í þrjá fjórðunga, en síðasti leikhlutinn kostaði okkur of mikið," sagði Tómas Holton, þjálfari Fjölnis, eftir tapið í kvöld gegn Snæfelli.
Snæfellingar báru sigur úr býtum 102-97 í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum.
„Snæfell er bara þannig lið að þeir refsa þegar maður gerir mistök og það gerðu þeir í kvöld. Við enduðum okkar sóknaraðgerðir oft illa hérna í lokin og þá fengum við á okkur ódýrar körfur úr hraðaupphlaupum. Við hefðum þurft að vera miklu grimmari í okkar sóknaraðgerðum til að fá ekki svona mikið að körfum í bakið á okkur. Þetta er bara hlutur sem við þurfum að vinna í og ég hef engar áhyggjur af því," sagði Tómas.
„Þetta var hraður og skemmtilegur leikur en þegar líða tók á fjórða leikhlutann þá voru það klaufaleg misstök sem kostuðu okkur sigurinn".
Tómas: Vorum góðir í þrjá fjórðunga
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn