Vettel: Rétt að fresta tímatökunni 9. október 2010 12:43 Keppnisstjórn sendi öryggisbílinn nokkrum sinnum inn á brautina til að hægt væri að kanna aðstæður. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra. Keppnisstjórn sendi starfsmenn á öryggisbíl inn á brautina til að kanna aðstæður nokkrum sinnum og afréð síðan að fresta tímatökunni þar til í nótt. Bein útsending frá tímatökunni verður kl. 00.45 á Stöð 2 Sport í nótt. Möguleiki er á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella. Þetta gæti líka riðlað gangi máli í titilslagnum. "Ég tel að stjórnendur mótsins hafi gert rétt í því að senda öryggisbílinn út á 20 mínútna fresti til að skoða aðstæður. Aðstæður skánuðu bara ekki", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Ég tel að rétt ákvörðun hafi verið tekinn og ég veit að það er ekki auðvelt að taka svona ákvörðun, en við þessar aðstæður höfum við enga stjórn á bílunum", sagði Vettel og benti á það að bílarnir eru tiltölulega léttir, helmingi léttari en hefðbundinn götubíll og sást á lokaæfingu fyrir tímatökuna að bílarnir flutu upp á brautinni. Rigndi einnig á lokaæfingunni sem var líka frestað. "Bílarnir eru líka lágir frá jörðu og þeir fljóta upp ef það er mikið vatn á brautinni. Það var ekki sjéns að keyra. Við hefðum bara verið eins og farþegar um borð, frekar en við stjórn og ekki getað tekið á bílunum", sagði Vettel. Tímatakan fer fram í nótt og hefst bein útsending frá henni kl. 00.45 á Stöð 2 Sport. er Möguleiki á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella. Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra. Keppnisstjórn sendi starfsmenn á öryggisbíl inn á brautina til að kanna aðstæður nokkrum sinnum og afréð síðan að fresta tímatökunni þar til í nótt. Bein útsending frá tímatökunni verður kl. 00.45 á Stöð 2 Sport í nótt. Möguleiki er á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella. Þetta gæti líka riðlað gangi máli í titilslagnum. "Ég tel að stjórnendur mótsins hafi gert rétt í því að senda öryggisbílinn út á 20 mínútna fresti til að skoða aðstæður. Aðstæður skánuðu bara ekki", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Ég tel að rétt ákvörðun hafi verið tekinn og ég veit að það er ekki auðvelt að taka svona ákvörðun, en við þessar aðstæður höfum við enga stjórn á bílunum", sagði Vettel og benti á það að bílarnir eru tiltölulega léttir, helmingi léttari en hefðbundinn götubíll og sást á lokaæfingu fyrir tímatökuna að bílarnir flutu upp á brautinni. Rigndi einnig á lokaæfingunni sem var líka frestað. "Bílarnir eru líka lágir frá jörðu og þeir fljóta upp ef það er mikið vatn á brautinni. Það var ekki sjéns að keyra. Við hefðum bara verið eins og farþegar um borð, frekar en við stjórn og ekki getað tekið á bílunum", sagði Vettel. Tímatakan fer fram í nótt og hefst bein útsending frá henni kl. 00.45 á Stöð 2 Sport. er Möguleiki á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella.
Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira