Sport

Halldór: Áttum að hirða bæði stigin

„Ég hefði viljað fá bæði stigin,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. Haukar gerðu jafntefli við Akureyri ,23-23, í hörkuspennandi leik á Ásvöllum í kvöld, en leikurinn var hluti af 11.umferð N1-deildar karla í handknattleik.

Handbolti

Atli: Gott að vera á toppnum í fríinu

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld en hann hefði viljað þau bæði. Akureyri gerði jafntefli ,23-23, gegn Haukum í 11.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum í lokin en jafntefli varð niðurstaðan.

Handbolti

Umfjöllun: Endurfæddir Valsmenn stöðvuðu sigurgöngu Fram

Valsmenn stöðvuðu tíu leikja sigurgöngu Fram með 29-28 sigri í æsispennandi leik í Vodafonehöllinni í kvöld. Sturla Ásgeirsson skoraði sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok en Hlynur Morthens varði eins og berserkur á lokamínútum leiksins.

Handbolti

Umfjöllun: Akureyri tapaði stigi gegn Haukum

Haukar og Akureyri skildu jöfn ,23-23, á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tíman og bæði lið fengu tækifæri í lokin til þess að gera út um leikinn. Liðin spiluðu líklega besta varnarleik sem sést hefur á Íslandi í mörg ár og gríðarleg barátta einkenndi bæði lið.

Handbolti

Getum ekki hárreitt Anelka

Alain Boghossian, aðstoðarlandsliðsþjálfari franska landsliðsins, segir að hann hafi séð Nicolas Anelka spila oft og mörgum sinnum á leiktíðinni.

Fótbolti

Ferguson stólar á reynsluna

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar að veðja á að reynslan muni hafa betur gegn ungu liði Chelsea þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Enski boltinn

Grant gefinn úrslitakostur

Avram Grant verður að vinna minnst einn af næstu þremur leikjum West Ham til að halda starfinu sínu, samkvæmt því sem kemur fram á fréttavef BBC.

Enski boltinn

Stoke vill ekki selja Shawcross

Peter Coates, stjórnarformaður Stoke City, segir að félagið hafi ekki áhuga á að selja varnarmanninn Ryan Shawcross en viðurkenndi að önnur félög hefðu lýst yfir áhuga á kappanum.

Enski boltinn

Tevez fundar með City á morgun

Carlos Tevez er byrjaður að æfa á ný með Manchester City eftir að hafa lagt fram beiðni um að verða seldur frá félaginu. Beiðninni var hafnað en Tevez mun á morgun funda með Roberto Mancin knattspyrnu­stjóra um framtíð sína hjá félaginu.

Enski boltinn

NBA í nótt: Sjöundi sigur Chicago í röð

Chicago vann sinn sjöunda sigur í röð, Paul Pierce stöðvaði sigurgöngu New York og LeBron James var aftur heitur gegn sínum gömlu félögum í Cleveland er Miami vann sinn tíunda sigur í röð. Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Körfubolti

Vujacic til Nets og Smith til Lakers

Tennisdrottningin Maria Sharapova mun ekki baða sig í sviðsljósinu í Los Angeles lengur því kærastinn hennar, Sasha Vujacic, hefur verið sendur frá LA Lakers til New Jersey Nets.

Körfubolti